Enska fótboltasambandið hefur hætt rannsókn á orðaskiptum milli Gabriel Magalhaes og Jordan Henderson og málið látið niður falla.
Það var hiti milli mannana í sigri Arsenal gegn Liverpool og enska sambandið yfirheyrði leikmennina tvo og sex aðra leikmenn vegna málsins.
Það var hiti milli mannana í sigri Arsenal gegn Liverpool og enska sambandið yfirheyrði leikmennina tvo og sex aðra leikmenn vegna málsins.
Gabriel brást ókvæða við einhverju sem hann taldi Henderson segja. Sögusagnir voru í gangi um að um kynþáttaníð hefði verið að ræða en Henderson hefur verið hreinsaður af öllum sökum.
Engin vitni voru að því að Henderson hafi sagt eitthvað refsivert og engar sannanir fundust þegar myndbandsupptökur voru skoðaðar. Varalesarar voru notaðir til að skoða upptökur.
Athugasemdir