mið 26. október 2022 22:51
Brynjar Ingi Erluson
Klopp: Nunez var meira að segja hissa
Jürgen Klopp
Jürgen Klopp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, er hæstánægður með að vera kominn áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en það tókst með 3-0 sigri á Ajax.

Mohamed Salah, Darwin Nunez og Harvey Elliott sáu um að skora mörkin og er nú ljóst að Liverpool er komið áfram.

Liverpool á enn möguleika á toppsætinu en til þess þarf liðið að vinna stóran sigur á Napoli.

„Þeir áttu magnaðan hálftími þar sem liðið skapaði mikla pressu og gerði vel og við þurftum að verjast af ástríðu."

„Við skoruðum mark sem var stórfenglegt. Í síðari hálfleik byrjuðum við mjög vel og náðum svo að stjórna leiknum eftir það."

„Við breyttum aðeins kerfinu aftur í kvöld því við þurftum þess. Okkur fannst það eina vitið. Ajax er gott fótboltalið og alltaf með mikið sjálfstraust og maður verður að aðlagast. Við gerðum það vel."


Darwin Nunez var alltaf að koma sér í hættulegar stöður en hann átti þó augnablik í leiknum sem hann vill helst gleyma en þá klúðraði hann fyrir opnu marki eftir sendingu frá Roberto Firmino.

„Ég held að hann var meira að segja hissa. Hann spilaði mjög góðan leik í báðar áttir, hjálpaði í vörninni og var með stórt hjarta í þessum leik og vonandi tókum við hann af velli nógu snemma í leiknum."

Leikmenn Liverpool geta leyft sér að fagna aðeins í kvöld en svo fara Klopp og félagar beint í að undirbúa sig fyrir leikinn gegn Leeds um helgina.

„Við erum komnir áfram í 16-liða úrslit og við munum aldrei taka því sem sjálfsögðum hlut. Þetta hjálpar félaginu og gefur okkur mikið. Okkur líður frábærlega í kvöld og svo höfum við nokkra daga til að undirbúa okkur fyrir leikinn gegn Leeds," sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner