Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   mið 26. október 2022 20:04
Brynjar Ingi Erluson
Málfríður Anna semur við Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Málfríður Anna Eiríksdóttir, leikmaður Vals, framlengdi í dag samning sinn við félagið til næstu þriggja ára. Valur tilkynnir þetta á heimasíðu sinni í kvöld.

Málfríður er fædd árið 1997 og uppalin í Val en hún á 114 leiki og 2 mörk í deild- og bikar með liðinu.

Hún var ekkert með Val í sumar vegna meiðsla en spilaði 17 leiki í efstu deild á síðasta tímabili og skoraði 1 mark.

Málfríður verður í Val næstu þrjú árin en hún framlengdi samning sinn við félagið í dag.

Valur vann bæði Bestu deild kvenna og Mjólkurbikarinn í ár og mun spila í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á næsta ári.
Athugasemdir
banner