Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   mið 26. október 2022 19:38
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeild kvenna: Berglind á bekknum í markalausu jafntefli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Real Madrid 0 - 0 PSG

Íslenska landsliðskonan Berglind Björg Þorvaldsdóttir sat allan tímann á bekknum er Paris Saint-Germain gerði markalaust jafntefli við Real Madrid í 2. umferð í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á Alfredo Di Stefano-leikvanginum í kvöld.

Bæði lið fengu færi til að skora í síðari hálfleiknum en náðu ekki að nýta færin.

Markverðir liðanna gerðu vel í leiknum en þau þurftu að sættast á að deila stigunum í kvöld.

Berglind Björg sat allan tímann á bekknum hjá PSG í kvöld en liðið er með eitt stig eftir tvo leiki í 3. sæti á meðan Real Madrid er í öðru sæti með 4 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner