Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   mið 26. október 2022 12:43
Elvar Geir Magnússon
Meistaratreyja Aguero sett á uppboð
Treyjan sem Sergio Aguero klæddist þegar hann skoraði sigurmarkið fræga í uppbótartíma gegn QPR þann 13. maí 2012 er á leið á uppboð.

Með markinu tryggði Aguero fyrsta meistaratitil City í 44 ár.

Treyjan hefur aldrei verið þvegin og er talið að hún verði seld á að minnsta kosti 3,3 milljónir króna.

Umrætt mark er eitt frægasta mark í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Aguero vann fimmtán stóra titla á tíu árum hjá City og er fjórði markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann skoraði 184 mörk í 275 leikjum fyrir félagið.

Aguero lagði skóna á hilluna í desember 2021 af heilsufarsástæðum.

Treyjan verður sett á uppboð 3. nóvember.


Athugasemdir
banner
banner
banner