Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   mið 26. október 2022 20:29
Brynjar Ingi Erluson
PSG ætlar að gera eins árs framlengingu við Messi
Lionel Messi
Lionel Messi
Mynd: EPA
Franska félagið Paris Saint-Germain er að undirbúa samningstilboð handa argentínska leikmanninum Lionel Messi en þetta kemur fram í frönskum miðlum.

Messi kom til PSG á frjálsri sölu frá Barcelona á síðasta ári og gerði þá tveggja ára samning.

Hann hefur ekki enn tekið ákvörðun um framtíð sína en samningur hans rennur út á næsta ári.

Messi er opinn fyrir þeirri hugmynd að snúa aftur til Barcelona en franska félagið ætlar þó ekki að gefa sig í baráttunni.

PSG er að undirbúa samningstilboð handa Messi en félagið vill framlengja samninginn um eitt ár.

Messi hefur komið að 23 mörkum á þessu tímabili með PSG sem er á toppnum í frönsku deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner