Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
banner
   mið 26. október 2022 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sneijder ekki hrifinn af Alvarez: Áttu að senda hann til London
Edson Alvarez.
Edson Alvarez.
Mynd: EPA
Wesley Sneijder, fyrrum landsliðsmaður Hollands, telur að Ajax hafi gert mikil mistök með því að selja ekki Edson Alvarez til Chelsea þegar tækifæri gafst til þess í sumar.

Chelsea reyndi að kaupa mexíkóska miðjumanninn undir lok félagaskiptagluggans en Ajax hafnaði öllum tilboðum.

Sneijder er alls ekki hrifinn af leikmanninum og lét þá skoðun í ljós í samtali við Veronica Offside: Hann sendir alltaf bara til baka eða hliðar."

„Hann skiptir engu máli, hann breytir engu máli. Þeir hefðu átt að vera fljótir að senda hann til London. Þeir hefðu getað fengið tvo, þrjá fína leikmenn í staðinn fyrir hann."

Alvarez er varnarsinnaður miðjumaður en Sneijder er ekki hrifinn af hans leikstíl.
Athugasemdir
banner
banner
banner