Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 26. október 2022 23:40
Brynjar Ingi Erluson
Þessi lið eru komin í 16-liða úrslit
Liverpool komst áfram í kvöld
Liverpool komst áfram í kvöld
Mynd: EPA
Manchester City verður í 16-liða úrslitunum
Manchester City verður í 16-liða úrslitunum
Mynd: EPA
Tólf lið eru komin áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir kvöldið en Liverpool, Inter og Porto tryggðu sig öll áfram í næstu umferð.

Liverpool vann Ajax örugglega, 3-0, á meðan Inter gjörsigraði Viktoria Plzen, 4-0. Porto vann þá Club Brugge með sömu markatölu en þurfti að bíða eftir niðurstöðu úr leik Atlético Madríd og Bayer Leverkusen.

Þau skildu jöfn og fór því Porto áfram en nú eru samtals tólf lið komin áfram.

Liðin sem eru komin áfram
Bayern München
Benfica
Borussia Dortmund
Chelsea
Club Brugge
Inter
Liverpool
Manchester City
Napoli
Paris Saint-Germain
Porto
Real Madrid

Fjögur lið geta tryggt sig áfram í lokaumferðinni. Í D-riðli er staðan þannig að Tottenham er á toppnum með 8 stig, svo koma Sporting og Frankfurt næst með 7 stig. Marseille er í 4. sæti með 6 stig og getur því allt gerst í þessum riðli. Tottenham heimsækir Marseille.

Í E-riðli er Milan í 2. sæti með 7 stig en Salzburg í þriðja sæti með 6 stig. Liðin mætast á San Síró í næstu viku og berjast um síðasta lausa sætið.

Það er svipuð staða í F-riðli. Leipzig er í 2. sæti með 9 stig en Shakhtar í þriðja sæti með 6 stig. Shakhtar fær Leipzig í heimsókn og þarf bara að vinna 1-0 til að komast áfram þar sem liðið vann öruggan 4-1 sigur í fyrri viðureigninni.
Athugasemdir
banner
banner