Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 26. október 2024 15:21
Sölvi Haraldsson
Byrjunarlið Vals og ÍA: Kveðjustund á Hlíðarenda
Birkir Már Sævarsson leggur skóna á hilluna eftir leikinn í dag.
Birkir Már Sævarsson leggur skóna á hilluna eftir leikinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Smára leggur skóna á hilluna að leiks lokum en hvað gerir Gylfi?
Arnór Smára leggur skóna á hilluna að leiks lokum en hvað gerir Gylfi?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Klukkan 16:15 í dag hefst leikur Vals og ÍA. Gífurlega mikilvægur leikur fyrir Valsmenn þar sem þeir geta tryggt sér Evrópusætið með jafntefli en leikurinn er ekki jafn mikilvægur fyrir Skagamenn. Þeir hafa engu að keppa fyrir í dag eftir að þeir töpuðu gegn Víkingum 4-3 í síðustu umferð á heimavelli.

Rétt í þessu voru byrjunarliðin að detta í hús.


Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 ÍA

Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, gerir fjórar breytingar á Valsliðinu frá 1-1 jafnteflinu gegn FH í Kaplakrika í síðustu umferð. Frederik Schram, Birkir Már Sævarsson, Sigurður Egill Lárusson og Tryggvi Hrafn Haraldsson koma inn í liðið fyrir þá Ögmund Kristinsson, Bjarna Mark Antonsson, Gísla Laxdal Unnarsson og Kristinn Frey Sigurðsson.

Skagamenn gera eina breytingu á sínu liði eftir tapið þeirra gegn Víkingum í seinasta leik. Fyrirliðinn Arnór Smárason, sem leggur skóna á hilluna eftir leik, kemur úr liðinu og tekur sér sæti á bekknum. Guðfinnur Þór Leósson kemur inn í hans stað. Arnór fór útaf gegn Víkingum í síðasta leik meiddur í fyrri hálfleik.

Arnór Smárason, leikmaður ÍA, og Birkir Már Sævarsson, leikmaður Vals, leggja skóna á hilluna eftir leik. Þeir Arnór og Birkir voru meðal annars liðsfélagar hjá Hammarby í Svíþjóð og hér heima hjá Val áður en Arnór fór heim í ÍA. Ögmundur Kristinsson, markvörður Vals í dag, var einnig liðsfélagi þeirra á sínum tíma hjá Hammarby.

Margir hafa einnig spurt sig hvað Gylfi Þór Sigurðsson geri í framhaldinu. Það verður áhugavert að sjá næstu skref Gylfa Sig í framtíðinni hvort hann hætti í fótbolta eða haldi áfram.


Byrjunarlið Valur:
1. Frederik Schram (m)
2. Birkir Már Sævarsson (f)
7. Aron Jóhannsson
8. Jónatan Ingi Jónsson
9. Patrick Pedersen
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Albin Skoglund
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Jakob Franz Pálsson
23. Gylfi Þór Sigurðsson

Byrjunarlið ÍA:
1. Árni Marinó Einarsson
3. Johannes Vall
4. Hlynur Sævar Jónsson
6. Oliver Stefánsson
9. Viktor Jónsson (f)
10. Steinar Þorsteinsson
11. Hinrik Harðarson
13. Erik Tobias Sandberg
18. Guðfinnur Þór Leósson
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
77. Haukur Andri Haraldsson
Athugasemdir
banner
banner