Man Utd heldur áfram að reyna við Dorgu, Neymar er til í að fórna launum til að komast til Santos og Aston Villa hefur áhuga á varnarmanni Chelsea
   mán 27. janúar 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Albert Gronbæk þriðji inn hjá Southampton (Staðfest)
Gronbæk er lengst til vinstri á myndinni, í leik gegn Paris Saint-Germain.
Gronbæk er lengst til vinstri á myndinni, í leik gegn Paris Saint-Germain.
Mynd: EPA
Southampton er búið að krækja í danska miðjumanninn Albert Gronbæk, sem kemur á lánssamningi frá franska félaginu Rennes.

Gronbæk hefur átt erfitt uppdráttar á sínu fyrsta tímabili hjá Rennes, sem keypti hann af Bodö/Glimt síðasta sumar.

Gronbæk er 23 ára gamall og getur bæði spilað sem miðjumaður og vinstri kantmaður. Hann er sóknarsinnaður leikmaður, uppalinn hjá AGF.

Hann á 6 A-landsleiki að baki fyrir Dani eftir að hafa aðeins spilað 13 leiki fyrir yngri landsliðin.

Gronbæk er þriðji leikmaðurinn sem Southampton fær í janúar, en liðið er á botni ensku úrvalsdeildarinnar með 6 stig eftir 23 umferðir.

Southampton er einnig búið að krækja í Wellington og Joachim Kayi Sanda í janúarglugganum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner