Tottenham ræðir um Dibling - Williams orðaður við Arsenal og Spurs - Arsenal leiðir kapphlaupið um Nypan
   mán 27. janúar 2025 11:43
Elvar Geir Magnússon
Allar líkur á að England fái aukasæti í Meistaradeildinni
Hvað verða mörg ensk lið í Meistaradeildinni?
Hvað verða mörg ensk lið í Meistaradeildinni?
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Ekkert virðist geta komið í veg fyrir að England fái fimm sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Tölfræðifyrirtækið Opta segir 98% líkur á að enska úrvalsdeildin fái aukasæti.

UEFA gefur tvö aukasæti til þeirra deilda sem standa sig best í Evrópukeppnum á þessu tímabili.

Fjögur efstu liðin í ensku úrvalsdeildinni fá Meistaradeildarsæti, eins og lesendur þekkja. Liðið sem endar í fimmta sæti mun fá aukasætið.

Eins og staðan er núna hefur England fengið flest stig í baráttunni um auka Evrópusæti. Ítalía og Spánn koma svo í næstu sætum.

England gæti fengið sex lið í Meistaradeildina - jafnvel sjö!
Liðið sem vinnur Evrópudeildina tryggir sér þátttökurétt í Meistaradeildinni. Ef Manchester United eða Tottenham vinnur Evrópudeildina og endar fyrir utan topp fimm í úrvalsdeildinni verða sex fulltrúar frá Englandi í Meistaradeildinni.

Búið er að afnema þá reglu að hámark fimm lið úr sömu deild geti verið í Meistaradeildinni.

Reyndar gæti England fengið allt að sjö lið í Meistaradeildinni. Ef Manchester City vinnur til dæmis Meistaradeildina tryggir liðið sér þá þátttökurétt í keppninni á næsta tímabili. Það er því möguleiki að England verði með sjö lið; fimm efstu liðin í deildinni og sigurvegara Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 22 16 5 1 54 21 +33 53
2 Arsenal 23 13 8 2 44 21 +23 47
3 Nott. Forest 23 13 5 5 33 27 +6 44
4 Man City 23 12 5 6 47 30 +17 41
5 Newcastle 23 12 5 6 41 27 +14 41
6 Chelsea 23 11 7 5 45 30 +15 40
7 Bournemouth 23 11 7 5 41 26 +15 40
8 Aston Villa 23 10 7 6 34 35 -1 37
9 Brighton 23 8 10 5 35 31 +4 34
10 Fulham 23 8 9 6 34 31 +3 33
11 Brentford 23 9 4 10 42 40 +2 31
12 Man Utd 23 8 5 10 28 32 -4 29
13 Crystal Palace 23 6 9 8 26 30 -4 27
14 West Ham 23 7 6 10 28 44 -16 27
15 Tottenham 23 7 3 13 46 37 +9 24
16 Everton 22 5 8 9 19 28 -9 23
17 Leicester 23 4 5 14 25 49 -24 17
18 Wolves 23 4 4 15 32 52 -20 16
19 Ipswich Town 23 3 7 13 21 47 -26 16
20 Southampton 23 1 3 19 16 53 -37 6
Athugasemdir
banner
banner
banner