Brasilíski varnarmaðurinn Danilo hefur rift samingi sínum við Juventus en félagið staðfestir þetta í dag. Hann var um tíma fyrirliði Juventus.
Danilo spilaði 213 leiki fyrir Juventus á fimm og hálfu ári, og skoraði hann níu mörk. Hann vann ítölsku úrvalsdeildina einu sinni, ítalska ofurbikarinn einu sinni og ítölsku bikarkeppnina tvisvar.
Danilo spilaði 213 leiki fyrir Juventus á fimm og hálfu ári, og skoraði hann níu mörk. Hann vann ítölsku úrvalsdeildina einu sinni, ítalska ofurbikarinn einu sinni og ítölsku bikarkeppnina tvisvar.
„Danilo er meistari sem við getum bara óskað þess besta; takk fyrir allt og gangi þér vel í framtíðinni Danilo," segir í tilkynningu Juventus.
Það er búist við því að Danilo sé á heimleið en þessi 33 ára gamli leikmaður er að ganga frá samningi við Flamengo í heimalandinu.
Ásamt því að leika með Juventus, þá hefur Danilo leikið með Manchester City, Real Madrid og Porto í Evrópu. Hann á að baki 65 landsleiki fyrir Brasilíu.
Athugasemdir