Tottenham ræðir um Dibling - Williams orðaður við Arsenal og Spurs - Arsenal leiðir kapphlaupið um Nypan
   mán 27. janúar 2025 11:15
Elvar Geir Magnússon
„Ein hans besta frammistaða á erfiðu tímabili“
Mynd: Getty Images
Plymouth er í neðsta sæti ensku Championship-deildinni en Miron Muslic, stjóri liðsins, segir að ýmislegt jákvætt sé hægt að taka úr síðasta leik liðsins en það var 2-2 jafntefli gegn toppbaráttuliði Sunderland á útivelli.

Guðlaugur Victor Pálsson leikur með Plymouth og hefur leikið tólf leiki í deildinni. Hann þótti eiga góðan leik gegn Sunderland og fékk 7 í einkunn hjá Plymouth Herald.

„Þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir íslenska landsliðsmanninn og hann átt fleiri slæma leiki en góða þegar hann hefur fengið tækifæri. En þetta var ein af hans betri frammistöðum," segir í umsögn um Guðlaug Victor.

„Hann sýndi góða skipulagshæfileika þegar hann spilaði í miðri þriggja manna varnarlínu eins og hann gerði gegn Sunderland."

Plymouth er sjö stigum frá öruggu sæti og fall niður í C-deildina blasir við.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leeds 29 17 9 3 53 19 +34 60
2 Sheffield Utd 29 18 6 5 40 21 +19 58
3 Burnley 29 15 12 2 36 9 +27 57
4 Sunderland 29 15 10 4 42 24 +18 55
5 West Brom 29 10 14 5 38 25 +13 44
6 Middlesbrough 29 12 8 9 47 36 +11 44
7 Blackburn 29 12 6 11 32 28 +4 42
8 Bristol City 29 10 11 8 37 34 +3 41
9 Watford 29 12 5 12 40 41 -1 41
10 Sheff Wed 29 11 8 10 42 45 -3 41
11 Norwich 29 10 9 10 48 42 +6 39
12 Coventry 29 10 8 11 39 38 +1 38
13 QPR 29 9 11 9 32 37 -5 38
14 Millwall 29 9 10 10 28 26 +2 37
15 Preston NE 29 8 13 8 32 36 -4 37
16 Oxford United 29 9 9 11 33 43 -10 36
17 Swansea 29 9 7 13 32 40 -8 34
18 Cardiff City 29 7 10 12 33 44 -11 31
19 Hull City 29 7 8 14 30 38 -8 29
20 Stoke City 29 6 11 12 26 36 -10 29
21 Portsmouth 29 7 8 14 36 52 -16 29
22 Derby County 29 7 6 16 32 40 -8 27
23 Luton 29 7 5 17 29 48 -19 26
24 Plymouth 29 4 10 15 27 62 -35 22
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner