Það eru fjórir leikir á dagskrá í evrópska boltanum í dag og í kvöld þar sem Burnley og Leeds United eigast við í toppslag í ensku Championship deildinni.
Leeds vermir toppsæti deildarinnar með 59 stig eftir 28 umferðir, þremur stigum meira heldur en Burnley sem er á heimavelli í kvöld.
Liðin eru í harðri toppbaráttu ásamt Sheffield United sem tapaði óvænt á heimavelli á dögunum. Sunderland er þá einnig með í baráttunni en missteig sig gegn botnliði Plymouth um helgina.
Á sama tíma fer einn leikur fram í spænska boltanum þegar Alavés tekur á móti Celta Vigo í fallbaráttuslag.
Fyrr um kvöldið fara tveir fallbaráttuslagir fram í efstu deild á Ítalíu, þar sem Venezia á heimaleik gegn Verona í fyrri leiknum. Mikael Egill Ellertsson og Bjarki Steinn Bjarkason eru á mála hjá Venezia, sem er í fallsæti sem stendur með 15 stig eftir 21 umferð - fjórum stigum minna heldur en andstæðingar dagsins Verona.
Genoa spilar þá við Monza og getur komið sér nokkuð langt frá fallsvæðinu með sigri. Monza er óvænt á botni Serie A deildarinnar, aðeins með 13 stig.
Championship
20:00 Burnley - Leeds
La Liga
20:00 Alaves - Celta Vigo
Serie A
17:30 Venezia - Verona
19:45 Genoa - Monza
Athugasemdir