Slóvakíski miðvörðurinn Milan Skriniar er búinn að samþykkja að skipta frá Paris Saint-Germain til Fenerbahce.
PSG er búið að gefa grænt ljós á félagaskiptin en Skriniar mun fara til tyrkneska stórveldisins á lánssamningi sem gildir út tímabilið.
Skiptin eru ekki enn staðfest vegna þess að PSG má ekki lána fleiri leikmenn út á sama tíma. Liðið verður að endurkalla einn leikmann úr láni eða selja hann til að geta lánað Skriniar burt.
Skriniar er 29 ára gamall en virðist ekki vera í byrjunarliðsáformum Luis Enrique þjálfara PSG og hefur aðeins komið við sögu í fimm leikjum á tímabilinu.
Skriniar á þrjú og hálft ár eftir af samningi við PSG og er goðsögn í heimalandi sínu Slóvakíu.
Athugasemdir