Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
   mán 27. janúar 2025 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Glasner: Óheppnir að tapa eftir jafnan leik
Mynd: EPA
Oliver Glasner þjálfari Crystal Palace var svekktur eftir tap á heimavelli gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Crystal Palace lenti tveimur mörkum undir áður en Romain Esse, sem var nýlega keyptur til félagsins, kom inn af bekknum og minnkaði muninn með sinni fyrstu snertingu í deild þeirra bestu.

„Þetta var ekki frábær leikur, það var lítið um færi og þetta snerist um hvort liðið yrði fyrra til að gera mistök. Liðin núlluðu hvort annað út og því miður vorum við fyrri til að gera mistök þegar við fengum vítaspyrnuna á okkur," sagði Glasner eftir tapið.

Bryan Mbeumo skoraði úr vítaspyrnunni eftir að hann var látinn spyrna aftur. Fyrri spyrnan fór í stöngina og hirti Marc Guéhi frákastið, en hann lagði alltof snemma af stað og því var spyrnan endurtekin. Mbeumo skoraði örugglega í seinni tilraun.

„Við áttum að vera löngu búnir að hreinsa boltann úr teignum og svo vorum við óheppnir að spyrnan var endurtekin. Við reyndum að jafna leikinn á lokakaflanum en okkur tókst ekki að skapa gott tækifæri.

„Hvorugt liðið var uppá sitt besta í dag og við vorum óheppnir að tapa eftir jafnan leik."


Crystal Palace er í neðri hluta deildarinnar með 27 stig eftir 23 umferðir, fjórum stigum á eftir Brentford.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 29 21 7 1 69 27 +42 70
2 Arsenal 28 15 10 3 52 24 +28 55
3 Nott. Forest 28 15 6 7 45 33 +12 51
4 Chelsea 28 14 7 7 53 36 +17 49
5 Man City 28 14 5 9 53 38 +15 47
6 Newcastle 28 14 5 9 47 38 +9 47
7 Brighton 28 12 10 6 46 40 +6 46
8 Aston Villa 29 12 9 8 41 45 -4 45
9 Bournemouth 28 12 8 8 47 34 +13 44
10 Fulham 28 11 9 8 41 38 +3 42
11 Crystal Palace 28 10 9 9 36 33 +3 39
12 Brentford 28 11 5 12 48 44 +4 38
13 Tottenham 28 10 4 14 55 41 +14 34
14 Man Utd 28 9 7 12 34 40 -6 34
15 Everton 28 7 12 9 31 35 -4 33
16 West Ham 28 9 6 13 32 48 -16 33
17 Wolves 28 6 5 17 38 57 -19 23
18 Ipswich Town 28 3 8 17 26 58 -32 17
19 Leicester 28 4 5 19 25 62 -37 17
20 Southampton 28 2 3 23 20 68 -48 9
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner