Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
   mán 27. janúar 2025 19:27
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Mikael og Bjarki spiluðu í jafntefli
Venezia 1 - 1 Verona
1-0 Alessio Zerbin ('28)
1-1 Jackson Tchatchoua ('76)

Mikael Egill Ellertsson var á sínum stað í byrjunarliði Venezia er nýliðarnir í Serie A tóku á móti Verona í mikilvægum fallbaráttuslag.

Alessio Zerbin tók forystuna fyrir Feneyinga í fyrri hálfleik og tókst þeim að halda í forystuna allt þar til á lokakaflanum.

Mikael var skipt af velli á 68. mínútu en átta mínútum síðar jafnaði Jackson Tchatchoua fyrir gestina frá Verona.

Bjarki Steini Bjarkasyni var skipt inn í kjölfarið en honum tókst ekki að finna sigurmarkið sem Feneyingar þráðu og urðu lokatölur 1-1 eftir nokkuð bragðdaufan fallbaráttuslag.

Venezia er áfram í næstneðsta sæti deildarinnar, nú með 16 stig eftir 22 umferðir - fjórum stigum frá Verona sem situr í öruggu sæti í deildinni á markatölu.

Þá fóru tveir æfingaleikir fram í dag þar sem Kristall Máni Ingason var í byrjunarliði Sönderjyske sem tapaði gegn varaliði FC Bayern.

Guðmundur Þórarinsson var ekki í hóp hjá armenska stórveldinu FC Noah sem lagði Zenit frá Pétursborg að velli.

Sonderjyske 1 - 3 Bayern II

Zenit 1 - 2 Noah

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner