Tottenham ræðir um Dibling - Williams orðaður við Arsenal og Spurs - Arsenal leiðir kapphlaupið um Nypan
   mán 27. janúar 2025 09:25
Elvar Geir Magnússon
Lecce reynir að standast þrýsting Man Utd
Powerade
Patrick Dorgu.
Patrick Dorgu.
Mynd: EPA
Buendía framlengir.
Buendía framlengir.
Mynd: Getty Images
Sverre Nypan.
Sverre Nypan.
Mynd: Getty Images
Manchester United heldur áfram að reyna við Patrick Dorgu, Neymar er til í að fórna launum til að komast aftur til Santos og Aston Villa hefur áhuga á varnarmanni Chelsea. Hér er mánudagsslúðrið.

Forseti Lecce, Sticchi Damiani, segir að ítalska félagið sé að „reyna að standast“ þrýsting frá Manchester United sem vill kaupa hinn vinstri bakvörðinn Patrick Dorgu (20). Ítalska félagið metur hann á 40 milljónir evra (33,8 milljónir punda). (Fotball Italia)

Brasilíski framherjinn Neymar (32) er reiðubúinn að gefa eftir stóran hluta af launum sínum til að yfirgefa Al-Hilal og snúa aftur til fyrrum Santos í heimalandi sínu. (Footmercato)

Portúgalski miðvörðurinn Renato Veiga (21) hélt til Tórínó í gær til að ganga frá lánssamningi við Juventus. Samkomulagið inniheldur ekki klásúlu um kaup þegar lánssamningurinn rennur út í lok tímabilsins. (Fabrizio Romano)

Argentínski miðjumaðurinn Emiliano Buendía (28) hefur samþykkt eins árs framlengingu á núverandi samningi sínum við Aston Villa, sem átti að renna út árið 2026. Félög í Þýskalandi, Ítalíu og Sádi-Arabíu hafa sýnt honum áhuga. (Athletic)

Aston Villa er í viðræðum um að fá argentínska varnarmanninn Juan Foyth (27) frá Villarreal, eftir að hafa ekki fengið franska varnarmanninn Loic Bade (24) frá Sevilla. (Talksport)

Franski miðvörðurinn Axel Disasi (26) hjá Chelsea er einnig á óskalista Aston Villa sem reynir að fá varnarmann inn áður en félagaskiptaglugganum verður lokað. (Football Insider)

Arsenal er vongott um að skáka önnur ensk úrvalsdeildarfélög sem vilja fá Sverre Nypan (18), ungstirni hjá Rosenborg í Þrándheimi. (Talksport)

Þýski framherjinn Timo Werner (28), sem er á láni hjá Tottenham frá RB Leipzig, er í viðræðum um að fara til New York Red Bulls í bandarísku MLS-deildinni. (Footmercato)

Virgil van Dijk (33), fyrirliði Liverpool, segist ekki vita „hvað framtíðin mun bera í skauti sér“. Samningur hans rennur út í sumar. (Liverpool Echo)

Mads Roerslev (25), hægri bakvörður Brentford, mun fljúga til Wolfsburg á mánudaginn til að ljúka læknisskoðun eftir að félögin tvö náðu samkomulagi um sex mánaða lánssamning danska varnarmannsins. (Sky Sports Þýskalandi)

AC Milan mun bjóða um 33-34 milljónir evra í mexíkóska framherjann Santiago Gimenez (23) en Feyenoord vill fá 40 milljónir evra fyrir hann. (Calciomercato)

Hamza Choudhury (27), miðjumaður Leicester City, mun ganga til liðs við Sheffield United á láni í samkomulagi sem felur í sér kauprétt. (Athletic)

Southampton mun hlusta á tilboð í Kyle Walker-Peters (27) eftir að Galatasaray sýndi áhuga á varnarmanninum sem verður samningslaus í sumar. (Fabrizio Romano)

Strassborg mun gera annað tilboð í portúgalska framherjann Fabio Carvalho (22). Fyrsta tilboði um lán var frestað. (Footmercato)
Athugasemdir
banner
banner
banner