Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
   mán 27. janúar 2025 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Miðasala að fara af stað á leik Víkings gegn Panathinaikos
Hefja miðasölu klukkan 14:00
Víkingar mæta gríska stórliðinu Panathinaikos í Sambandsdeildinni.
Víkingar mæta gríska stórliðinu Panathinaikos í Sambandsdeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðasala fyrir heimaleik Víkings gegn Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar fer af stað klukkan 14:00 í dag.

Hægt verður að nálgast miða á leikinn, sem fer fram í Helsinki í Finnlandi, með því að smella hérna.

Vegna lélegra vallarmála hér á Íslandi þarf Víkingur að spila erlendis.

UEFA gaf ekki leyfi fyrir því að leikurinn yrði spilaður í Danmörku eins og Víkingur hafði stefnt að en áður hafði því verið hafnað að leikið yrði í Færeyjum.

Leikið verður á heimavelli HJK Helsinki sem er gervigrasvöllur.

Leikurinn í Helsinki fer fram fimmtudaginn 13. febrúar og seinni leikurinn verður miðvikudaginn 19. febrúar eða fimmtudaginn 20. febrúar í Aþenu. Sigurliðið í einvíginu kemst í 16-liða úrslit Sambandsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner