Man Utd heldur áfram að reyna við Dorgu, Neymar er til í að fórna launum til að komast til Santos og Aston Villa hefur áhuga á varnarmanni Chelsea
   mán 27. janúar 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Nistelrooy: Sjálfstraustið er að aukast
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Ruud van Nistelrooy var kátur eftir endurkomusigur Leicester City á útivelli gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Tottenham leiddi 1-0 í leikhlé en Jamie Vardy og Bilal El Khannouss sneru stöðunni við með mörkum í upphafi síðari hálfleiks.

„Þetta var frábær frammistaða hjá strákunum, þeir vörðust virkilega vel og brugðust mjög vel við því að lenda undir. Strákarnir voru rólegir og mættu grimmir til leiks í seinni hálfleikinn, það skóp sigurinn," sagði Nistelrooy sem hefur haldið góða hálfleiksræðu þegar hans menn voru undir.

„Tottenham setti alla í sókn á lokakaflanum og við þurftum að breyta leikkerfinu og spila með 5 manna varnarlínu. Okkur tókst sem betur fer að halda þetta út og ná í stigin. Ég er mjög stoltur af framlagi strákanna sem skilaði þremur stigum á verulega erfiðum útivelli.

„Sjálfstraustið í hópnum er að aukast. Leikmenn finna á sér að við erum að bæta okkur sem lið og leikstíllinn okkar hentar þeim vel. Leikmennirnir eru á sömu blaðsíðu og ég er mjög stoltur af þessu liði."


Leicester er einu stigi fyrir ofan fallsvæðið eftir þennan sigur, með 17 stig úr 23 umferðum. Liðið er búið að ná í 7 stig úr 10 úrvalsdeildarleikjum undir stjórn Nistelrooy, auk þess að slá QPR úr leik í enska bikarnum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 22 16 5 1 54 21 +33 53
2 Arsenal 23 13 8 2 44 21 +23 47
3 Nott. Forest 23 13 5 5 33 27 +6 44
4 Man City 23 12 5 6 47 30 +17 41
5 Newcastle 23 12 5 6 41 27 +14 41
6 Chelsea 23 11 7 5 45 30 +15 40
7 Bournemouth 23 11 7 5 41 26 +15 40
8 Aston Villa 22 10 6 6 33 34 -1 36
9 Brighton 23 8 10 5 35 31 +4 34
10 Fulham 22 8 9 5 34 30 +4 33
11 Brentford 22 8 4 10 40 39 +1 28
12 Crystal Palace 22 6 9 7 25 28 -3 27
13 Man Utd 22 7 5 10 27 32 -5 26
14 West Ham 22 7 5 10 27 43 -16 26
15 Tottenham 22 7 3 12 45 35 +10 24
16 Everton 22 5 8 9 19 28 -9 23
17 Wolves 23 4 4 15 32 52 -20 16
18 Ipswich Town 23 3 7 13 21 47 -26 16
19 Leicester 22 3 5 14 23 48 -25 14
20 Southampton 23 1 3 19 16 53 -37 6
Athugasemdir
banner
banner