Tottenham ræðir um Dibling - Williams orðaður við Arsenal og Spurs - Arsenal leiðir kapphlaupið um Nypan
   mán 27. janúar 2025 11:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nokkrar breytingar á U19 hópnum - Jakob Gunnar kallaður inn
Jakob Gunnar var markakóngur í 2. deild í fyrra með Völsungi og var keyptur til KR um mitt sumar.
Jakob Gunnar var markakóngur í 2. deild í fyrra með Völsungi og var keyptur til KR um mitt sumar.
Mynd: KR
Jónatan Guðni er að semja við Norrköping.
Jónatan Guðni er að semja við Norrköping.
Mynd: Fjölnir
Fótbolti.net fjallaði um það fyrir rúmri viku síðan að Þórhallur Siggeirsson, þjálfari U19 landsliðs karla, væri búinn að velja æfingahóp fyrir æfingar sem fara fram í dag og morgun. Frá því að sú umfjöllun var birt hafa orðið breytingar á hópnum. Sex nýir leikmenn eru komnir inn í æfingahópinn sem kemur saman í Miðgarð en fjórir leikmenn sem voru tilkynntir í hópinn verða ekki með. Það er því fjölgun um tvo í hópnum, úr 27 í 29. Í þessum hópi eru eingöngu leikmenn sem spila á Íslandi.

Á meðal leikmanna sem detta út er Fjölnismaðurinn Jónatan Guðni Arnarsson sem er að semja við sænska félagið Norrköping.

Næsta verkefni U19 liðsins er seinni umferð undankeppni EM 2025, en þar er Ísland í riðli með Danmörku, Ungverjalandi og Austurríki.

Ný nöfn:
Dagbjartur Búi Davíðsson - KA
Dagur Jósefsson - Selfoss
Eysteinn Ernir Sverrisson - Selfoss
Jakob Gunnar Sigurðsson - KR
Rafael Máni Þrastarson - Fjölnir
Viggó Valgeirsson - ÍBV

Þeir sem duttu út:
Jónatan Guðni Arnarsson - Fjölnir
Sesar Örn Harðarson - Selfoss
Valdimar Logi Sævarsson - KA
Þorri Stefán Þorbjörnsson - Fram

Hópurinn
Allan Purisevic - FH
Bjarki Hauksson - Stjarnan
Birnir Breki Burknason - HK
Christian Bjarmi Alexandersson - Grindavík
Dagbjartur Búi Davíðsson - KA
Dagur Jósefsson - Selfoss
Daði Berg Jónsson - Víkingur R.
Davíð Helgi Aronsson - Víkingur R.
Eysteinn Ernir Sverrisson - Selfoss
Freysteinn Ingi Guðnason - Njarðvík
Gabríel Snær Hallsson - Breiðablik
Gils Gíslason - FH
Ívar Arnbro Þórhallsson - KA
Jakob Gunnar Sigurðsson - KR
Jóhannes Kristinn Hlynsson - ÍR
Jón Arnar Sigurðsson - KR
Jón Sölvi Símonarson - Breiðablik
Karl Ágúst Karlsson - HK
Kjartan Már Kjartansson - Stjarnan
Magnús Arnar Pétursson - HK
Markús Páll Ellertsson - Fram
Óðinn Bjarkason - KR
Óttar Uni Steinbjörnsson - FH
Rafael Máni Þrastarson - Fjölnir
Róbert Elís Hlynsson - KR
Stefán Gísli Stefánsson - Fylkir
Stígur Diljan Þórðarson - Víkingur R.
Theodór Ingi Óskarsson - Fylkir
Viggó Valgeirsson - ÍBV
Athugasemdir
banner
banner