Man Utd heldur áfram að reyna við Dorgu, Neymar er til í að fórna launum til að komast til Santos og Aston Villa hefur áhuga á varnarmanni Chelsea
   mán 27. janúar 2025 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Wolfsburg fær Mads Roerslev frá Brentford
Mynd: EPA
Sky Sports er meðal fjölmiðla sem greina frá því að Wolfsburg sé búið að ná samkomulagi við Brentford um kaup á danska bakverðinum Mads Roerslev.

Wolfsburg fær Roerslev á lánssamningi sem gildir út tímabilið og fyllgir 6,5 milljón evru kaupmöguleiki með.

Roerslev er 25 ára gamall hægri bakvörður sem getur einnig spilað á hægri kanti. Hann á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við Brentford.

Roerslev hefur komið við sögu í 19 úrvalsdeildarleikjum á tímabilinu en Brentford var að krækja sér í Michael Kayode frá Fiorentina á dögunum. Kayode er bráðefnilegur bakvörður sem gæti barist við Aaron Hickey um byrjunarliðssæti eftir að sá síðarnefndi kemur aftur úr meiðslum í febrúar.

Uppfærsla: Wolfsburg hefur staðfest félagaskiptin.
Athugasemdir
banner