Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   fim 27. júní 2024 10:11
Elvar Geir Magnússon
Brynjólfur til Groningen (Staðfest) - „Gott að vera kominn aftur í grænt“
Brynjólfur Willumsson.
Brynjólfur Willumsson.
Mynd: Groningen
Brynjólfur hefur leikið tvo A-landsleiki.
Brynjólfur hefur leikið tvo A-landsleiki.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Groningen í Hollandi hefur kynnt Brynjólf Willumsson sem nýjan leikmann félagsins en hann kemur frá frá Kristiansund í Noregi.

Brynjólfur hefur skrifað þriggja ára samning hjá Groningen en hann fylgir í fótspor bróður síns með því að fara til Hollands. Willum Þór Willumsson leikur með Go Ahead Eagles.

Brynjólfur, sem er 23 ára gamall framherji, hefur leikið með Kristiansund í Noregi frá 2021 en þar áður var hann hjá Breiðabliki. Á samfélagsmiðlum Groningen segir hann góða tilfinningu að fara aftur í grænt, sama lit og uppeldisfélag hans á Íslandi spilar í.

„Ég hef horft mikið á hollenskan fótbolta síðustu ár, meðal annars vegna bróður míns. Ég hef góða tilfinningu fyrir hollensku deildinni. Groningen er stórt félag sem spilar á flottum leikvangi. Ég er ánægður með þetta skref og hlakka til," segir Brynjólfur.

Hann segir það auðvelda hlutina fyrir foreldra sína að þeir bræður spili í sama landinu.

„Í Noregi þurftu þau oft að taka auka flug til að sjá mig spila fótbolta og þess vegna völdu þau oft frekar að fara til Hollands."

Groningen komst upp úr B-deildinni á síðasta tímabili og leikur því í deild þeirra bestu í Hollandi á komandi tímabili.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner