Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   lau 27. júlí 2024 10:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Feginn og ótrúlega spenntur - „Mjög jákvætt að Rooney vildi taka mig til sín"
'Þessi möguleiki að fara til Plymouth kom upp og þeir leyfðu mér að fara frítt'
'Þessi möguleiki að fara til Plymouth kom upp og þeir leyfðu mér að fara frítt'
Mynd: Plymouth
'Ég er ennþá með metnað til að spila á eins háu getustigi og hægt er'
'Ég er ennþá með metnað til að spila á eins háu getustigi og hægt er'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Þetta er deild sem ég hef fylgst rosalega mikið með og deild sem ég hef alltaf viljað spila í'
'Þetta er deild sem ég hef fylgst rosalega mikið með og deild sem ég hef alltaf viljað spila í'
Mynd: Plymouth
'Það er minnsta mál í heimi fyrir mig'
'Það er minnsta mál í heimi fyrir mig'
Mynd: Plymouth
'Fyrir mig að geta fengið tækifæri á að spila í svona öflugri deild, á þessum aldri, er ótrúlega spennandi'
'Fyrir mig að geta fengið tækifæri á að spila í svona öflugri deild, á þessum aldri, er ótrúlega spennandi'
Mynd: Plymouth
'Auðvitað er mjög jákvætt að Rooney vildi taka mig til sín'
'Auðvitað er mjög jákvætt að Rooney vildi taka mig til sín'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lék undir stjórn Wayne Rooney hjá DC United.
Lék undir stjórn Wayne Rooney hjá DC United.
Mynd: Getty Images
Guðlaugur Victor á að baki 44 landsleiki.
Guðlaugur Victor á að baki 44 landsleiki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Finnbogason og Guðlaugur Victor voru samherjar hjá Eupen.
Alfreð Finnbogason og Guðlaugur Victor voru samherjar hjá Eupen.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mér líður mjög vel með þetta, er virkilega ánægður að þetta er komið í gegn og heilt yfir mjög sáttur," segir Guðlaugur Victor Pálsson, nýr leikmaður Plymouth, við Fótbolta.net.

Guðlaugur Victor var kynntur sem nýr leikmaður Plymouth Argyle, hér eftir einungis Plymouth, á fimmtudag. Enska félagið fékk hann á frjálsri sölu frá belgíska félaginu Eupen. Eupen féll úr belgísku úrvalsdeildinni í vor og var Guðlaugur Victor opinn með það í sumar að hann væri að horfa í kringum sig.

Landsliðsmaðurinn er nú mættur aftur til Englands þrettán og hálfu ári frá síðasta leik sínum. Sá leikur var með Dag & Red, Guðlaugur Victor var á láni í mjög stuttan tíma frá Liverpool, og andstæðingurinn í leiknum var einmitt Plymouth. Í liði Plymouth var Kári Árnason sem Guðlaugur Victor spilaði svo með í landsliðinu. Hann verður þriðji Íslendingurinn til að spila með Plymouth á eftir Kára og Bjarna Guðjónssyni.

Leikur Dag & Red og Plymouth fór fram í nóvember árið 2010, en í janúarglugganum fór Guðlaugur Victor frá Liverpool og til skoska félagsins Hibernian. Þrettán og hálfu ári síðar, og tíu félögum, er hann mættur aftur til Englands.

„Það var alveg langur aðdragandi. Ég þekki þjálfarana og þeir voru búnir að nefna það fyrir svolitlu síðan að þeir hefðu áhuga á að taka mig. Þetta var ekki bara undir þjálfurunum komið því klúbburinn þurfti líka að vilja fá mig. Aldurinn minn er ekkert að hjálpa til, þannig þetta tók sinn tíma. Ég er virkilega feginn að þetta náðist í gegn."

Guðlaugur Victor er 33 ára. Hann þekkir til þjálfarateymisins hjá Plymouth því hann vann með stjóranum Wayne Rooney og aðstoðarmanni hans, Pete Shuttleworth, þegar hann lék með DC United.

Fékk að fara á frjálsri sölu
Guðlaugur Victor var samningsbundinn Eupen en félagið var tilbúið að hleypa honum annað.

„Við féllum sem þýddi mikið tap á sig fjárhagslega og minna sem félagið gat sett í leikmannahópinn. Eigendurnir eru frá Katar og fjármagnið sem var til taks lækkaði mig. Þeir sögðu mjög fljótt við okkur að það þyrfti að skera niður. Ég og nokkrir aðrir, sem vorum á hærri launum, fengum þau skilaboð að markmið félagsins væri að ná að losa okkur af fjárhagslegum ástæðum. Þessi möguleiki að fara til Plymouth kom upp og þeir leyfðu mér að fara frítt."

Í tilkynningu Eupen, þegar sagt var frá félagaskiptum Guðlaugs Victors, var sagt að félagið sæi á eftir leikmanninum ástæðan fyrir brotthvarfi hans hefði einungis verið fjárhagslegs eðlis.

Ótrúlega spennandi tækifæri
Plymouth endaði í 21. sæti ensku Championshop deildarinnar á liðnu tímabili. Eftir að tímabilinu lauk var Wayne Rooney tilkynntur sem nýr stjóri liðsins og skrifaði enska goðsögnin undir þriggja ára samning.

„Ég átti góð samtöl við menn hjá félaginu og fékk góðar útskýringar á því hvaða uppbygging er í gangi. Fyrir um áratug síðan varð félagið gjaldþrota og það var mikið hark í einhver ár. Þeir fóru upp úr League Two árið 2020 og League One 2023. Mér líst vel á fólkið sem er að stjórna klúbbnum og það hjálpar auðvitað til að maður þekkir þjálfarann og aðstoðarþjálfarann. Mér líst vel á verkefnið sem er í gangi."

„Fyrir mig að geta fengið tækifæri á að spila í svona öflugri deild, á þessum aldri, er ótrúlega spennandi."


Mekka fótboltans
46 umferðir eru spilaðar í Championship deildinni og í ofan á lag taka liðin þátt í bikar og deildabikar. Leikjaálagið er því töluvert.

„Mér líst mjög vel á það og hlakka mjög mikið til. Þetta er deild sem ég hef fylgst rosalega mikið með og deild sem ég hef alltaf viljað spila í. Ég hlakka til að byrja."

„Það er mjög langt síðan ég var síðast á Englandi, þetta er náttúrulega bara mekka fótboltans."


Mikilvægt að félagið hefði líka áhuga
Þegar Wayne Rooney hringir, þarf þá mikið að hugsa sig um?

„Nei, en það var líka mikilvægt fyrir mig að tala við félagið sjálft og að þeir vildu fá mig, alveg eins og þjálfararnir. Það var mikilvægt að það voru ekki bara þjálfararnir sem vildu fá mig. Heildarpakkinn. félagið og þjálfarar, er mjög spennandi og eitthvað sem ég vildi stökkva á."

Vill spila á eins háu getustigi og hægt er
Það var á tíma óvissa með framhaldið á ferli Guðlaugs Victors.

„Ég er ennþá með metnað til að spila á eins háu getustigi og hægt er. Ég átta mig á því að við féllum úr belgísku úrvalsdeildinni, en ég átti mjög fínt tímabil miðað við gengi liðsins - þó að maður sé auðvitað partur af því. Heilt yfir náði ég að spila mjög fínan fótbolta, líkaminn er í lagi og ég er ennþá með hungrið og metnaðinn til að spila á hærra getustigi en belgíska B-deildin."

„Maður veit aldrei í fótbolta en ég var samt með það í höfðinu að ég vildi fara ef eitthvað kæmi. En ég gerði mér líka grein fyrir því að markaðurinn er erfiður þessa dagana fyrir eldri leikmenn, það er ekkert gefið að fá félagaskipti eða góðan samning. Ég var alveg opinn fyrir því að vera áfram ef ekkert skildi koma og hefði gert það besta út úr því, en sem betur fer kom þessi möguleiki og það er virkilega ánægjulegt að geta spilað áfram á háu getustigi."


„Vonandi vinnum við fleiri leiki en hjá DC"
Hvernig líst þér á að hitta aftur fyrir Rooney og aðstoðarmanninn hans?

„Mér líst bara vel á það. Við áttum upp og niður tíma saman hjá DC. Auðvitað er mjög jákvætt að Rooney vildi taka mig til sín, ég veit hvernig hann er og veit hvernig aðstoðarþjálfarinn er. Veit hvernig þeir vilja spila og það hentar mér mjög vel. Vonandi náum við að vinna fleiri fótboltaleiki núna en við gerðum hjá DC."

Fenginn sem kostur í þrjár stöður
Guðlaugur Victor er ansi fjölhæfur leikmaður. Hann hefur undanfarin ár spilað sem djúpur miðjumaður, hægri bakvörður og miðvörður.

„Ég er fenginn sem möguleiki í allar þessar stöður, þetta er svolítið 'remix' af þessu. Ég er alveg til í þetta hlutverk, hef gert það áður og hef leyst meira en eina stöðu hjá landsliðinu og svona. Það er minnsta mál í heimi fyrir mig, bara flott," segir Guðlaugur Victor.

Enska Championship deildin hefst eftir tvær vikur og heimsækir Plymouth lið Sheffield Wednesday í fyrstu umferð deildarinnar.

Athugasemdir
banner
banner
banner