Klukkan 16:00 á Stadion Strelecky ostrov í Ceske Budojevice hefst umspilsleikur Íslands og Tékklands þar sem spilað er um sæti á EM U21 landsliða næsta sumar.
Tékkar leiða með einu marki eftir fyrri leik liðanna sem fram fór á föstudag. Byrjunarlið liðanna hafa verið opinberuð og eru þrjár breytingar á byrjunarliðinu. Þá hefur Davíð Snorri Jónasson, þjálfari liðsins, breytt um leikkerfi og spilar liðið nú með þrjá miðverði.
Tékkar leiða með einu marki eftir fyrri leik liðanna sem fram fór á föstudag. Byrjunarlið liðanna hafa verið opinberuð og eru þrjár breytingar á byrjunarliðinu. Þá hefur Davíð Snorri Jónasson, þjálfari liðsins, breytt um leikkerfi og spilar liðið nú með þrjá miðverði.
Lestu um leikinn: Tékkland U21 0 - 0 Ísland U21
Inn í liðið koma þeir Kristian Nökkvi Hlynsson, Orri Steinn Óskarsson og Óli Valur Ómarsson. Atli Barkarson tekur sér sæti á bekknum, Sævar Atli Magnússon tekur út leikbann og Ísak Snær Þorvaldsson dró sig úr hópnum vegna sýkingar í tönn.
Byrjunarlið Íslands:

Athugasemdir