Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 27. október 2022 14:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fanndís á von á barni - Stefnir á að spila næsta sumar
Fanndís með dóttur sinni.
Fanndís með dóttur sinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fanndís Friðriksdóttir, ein leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, á von á sínu öðru barni snemma á næsta ári.

Fanndís lék ekkert með í sumar er Valur varð Íslands- og bikarmeistari þar sem hún sleit krossband undir lok síðasta árs.

„Fótbolta hjartað er í í 1000 molum; krossbandið slitið, langt og strangt ferli framundan," skrifaði Fanndís við færslu á Instagram þegar hún tilkynnti að krossbandið væri slitið.

Í sumar kom það svo í ljós að hún og Eyjólfur Héðinsson, fyrrum landsliðsmaður í fótbolta, ættu von á sínu öðru barni.

Hún segir í samtali við Fótbolta.net að planið sé að spila með Val næsta sumar þegar hún er búin að jafna sig á krossbandaslitunum og barneign.

Fanndís, sem er samningsbundin Val út næstu leiktíð, lék tólf leiki með Hlíðarendafélaginu á síðasta ári og skoraði fjögur mörk. Hún á að baki 109 A-landsleiki fyrir Ísland og hefur hún skorað í þeim 17 mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner