Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 27. október 2022 15:30
Enski boltinn
„Hann er eiginlega bara orðinn minn uppáhalds leikmaður"
Lisandro Martinez.
Lisandro Martinez.
Mynd: EPA
Grjótharður.
Grjótharður.
Mynd: EPA
Lisandro Martinez hefur verið algjörlega stórkostlegur fyrir Manchester United síðustu vikurnar.

Martinez, sem er lágvaxinn miðvörður, var keyptur til United frá Ajax í sumar. Erik ten Hag, stjóri Man Utd, hafði unnið með honum í Hollandi og var greinilega hrifinn af honum sem leikmanni.

Martinez átti erfitt uppdráttar í byrjun tímabilsins en hefur náð að aðlagast mjög vel. Hann og Raphael Varane hafa verið frábærir saman í hjarta varnarinnar hjá Man Utd.

„Martinez hefur unnið hug og hjörtu margra United manna fyrir ástríðuna sem hann býr yfir," sagði Sæbjörn Steinke í hlaðvarpinu Enski boltinn fyrr í þessari viku.

„Ég var að segja það áðan, hann er eiginlega bara orðinn minn uppáhalds leikmaður. Maður var efins eftir fyrstu tvær umferðirnar... hann er búinn að stíga gríðarlega mikið upp og hann er orðinn einn af betri miðvörðum deildarinnar," sagði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson.

„Hann er frábær í því sem hann er góður. Styrkleiki hans er ekki að vera 1,95 á hæð. Hann þarf að spila út frá því að hann er aðeins minni en aðrir. Hann vinnur það upp, vegur á móti," sagði Sæbjörn.

„Það sem er svona best við hans leik er krafturinn sem hann er með, orkan sem hann gefur... líka þessar sendingar upp völlinn, hann er með sendingargetu sem fáir búa yfir. Hann er örvfættur og það hjálpar í uppspilinu. Ótrúlega góður leikmaður og sá er búinn að sokka Jamie Carragher," sagði Gummi en Carragher, sem er fyrrum varnarmaður Liverpool, sagði í byrjun tímabilsins að Martinez gæti engan veginn spilað sem miðvörður á Englandi.

Rætt var um það að Martinez hefði líklega lært mikið af fyrstu tveimur leikjum tímabilsins og hann hafi náð að aðlagast vel.

„Hann er líka búinn að finna sér frábæran félaga í Varane," sagði Gummi.

Hægt er að hlusta á umræðuna í þættinum hér fyrir neðan.
Enski boltinn - Getur ekki verið mikið verra en Gerrard
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner