Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 27. október 2022 21:18
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeild kvenna: Sigurmark Bayern kom seint en kom þó
Glódís Perla
Glódís Perla
Mynd: Getty Images

Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í ótrúlegum sigri Bayern Munchen gegn Benfica í annari umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.


Bayern lenti í mikilli brekku en Cloe Lacasse fyrrum leikmaður ÍBV kom Benfica í tveggja marka forystu eftir klukkutíma leik.

Bayern náði að minnka muninn stuttu síðar og Georgia Stanway jafnaði metin þegar skammt var til leiksloka. Benfica fékk vítaspyrnu þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma en Ana Vitoria lét Maria Grohs markvörð Bayern verja frá sér.

Það stefndi allt í jafntefli en Stanway tryggði Bayern stigin þrjú með marki þegar 8 mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Bayern er með fullt hús í öðru sæti en Benfica er án stiga.

Arsenal vann Zurich 3-1 og fór því upp fyrir Juventus í efsta sæti C riðils en Zurich er enn án stiga.

Arsenal W 3 - 1 Zurich
1-0 Jordan Nobbs ('38 )
2-0 Lina Hurtig ('45 )
2-1 Seraina Piubel ('76 )
3-1 Lina Hurtig ('78 )

SL Benfica W 2 - 3 Bayern W
1-0 Nycole Raysla Silva Sobrinho ('42 )
2-0 Cloe Lacasse ('59 )
2-1 Maximiliane Rall ('67 )
2-2 Georgia Stanway ('83 )
2-2 Ana Vitoria ('89 , Misnotað víti)
2-3 Georgia Stanway ('90 )


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner