
Klukkan 16:00 hefst viðureign Króatíu og Kanada í F-riði. Þetta er seinni leikur dagsins í riðlinum því nú er í gangi viðureign Belgíu og Marokkó.
Króatía er með eitt stig eftir jafntefli við Marokkó í 1. umferð riðlakeppninnar en Kanada er með núll stig eftir tap gegn Belgíu.
Kanada heillaði marga á móti Belgíu og voru Kanadamenn óheppnir að fá ekki að minnsta kosti stig út úr þeim leik.
Stefán Teitur Þórðarson, leikmaður Silkeborgar og íslenska landsliðsins, spáir í leikinn í dag.
Króatía er með eitt stig eftir jafntefli við Marokkó í 1. umferð riðlakeppninnar en Kanada er með núll stig eftir tap gegn Belgíu.
Kanada heillaði marga á móti Belgíu og voru Kanadamenn óheppnir að fá ekki að minnsta kosti stig út úr þeim leik.
Stefán Teitur Þórðarson, leikmaður Silkeborgar og íslenska landsliðsins, spáir í leikinn í dag.
Króatía 2 - 1 Kanada
2-1 fyrir Króatíu, þrátt fyrir að Kanada voru skemmtilegir í fyrsta leik að þá held ég að Króatarnir séu of góðir og reynslumiklir til að tapa fyrir þeim.
Modric og Kramaric loka þessu fyrir Króata.
Athugasemdir