Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
banner
   þri 28. janúar 2025 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jonas Urbig í Bayern (Staðfest)
Bayern München hefur staðfest að markvörðurinn Jonas Urbig sé genginn í raðir félagsins frá Köln.

Urbig er 21 árs gamall og hefur verið aðalmarkvörður Köln á þessari leiktíð. Hann þykir einn mest spennandi markvörður Þýskalands.

Mögulega verður hann eftirmaður Manuel Neuer þegar goðsögnin leggur skóna á hilluna.

Á vefsíðu Bayern er Urbig lýst sem nútímamarkverði sem er ekki bara góður á milli stanganna, þá tekur hann líka þátt í leiknum með góðum sendingum.

Urbig á að baki 22 landsleiki fyrir yngri landslið Þýskalands.
Athugasemdir
banner
banner
banner