Gordon vill fara til Liverpool - Chelsea vill Williams sem vill fara til Barcelona - Hjulmand orðaður við Burnley
   sun 30. júní 2024 20:41
Brynjar Ingi Erluson
Fjórtándi sigur Rosengård
Guðrún er á mála hjá Rosengård en hefur ekki verið með í síðustu tveimur leikjum vegna meiðsla
Guðrún er á mála hjá Rosengård en hefur ekki verið með í síðustu tveimur leikjum vegna meiðsla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengård unnu fjórtánda leik sinn í sænsku úrvalsdeildinni í dag og það með stæl er þær niðurlægðu Trelleborg, 8-1, í Malmö.

Íslenska landsliðskonan var ekki með Rosengård annan leikinn í röð en hún er að glíma við veikindi.

Rosengård var að mæta Trelleborg annan leikinn í röð en í fyrri leiknum vann toppliðið 9-1 sigur á útivelli og fylgdi honum vel á eftir með því að vinna 8-1 í dag.

Liðið hefur unnið alla fjórtán leiki sína í deildinni og er með níu stiga forystu á toppnum.

Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir og Katla María Þórðardóttir voru báðar í byrjunarliði Örebro sem gerði markalaus jafntefli við Vittsjö. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir var ónotaður varamaður á bekknum, en Örebro er í 9. sæti með 14 stig.

Þórdís Elva Ágústsdóttir og Bryndís Arna Níelsdóttir byrjuðu báðar í 2-1 tapi Växjö gegn Linköping. Växjö er í 10. sæti með 14 stig.

Häcken og Kristianstad gerðu markalaust jafntefli. Guðný Árnadóttir, Hlín Eiríksdóttir og Katla Tryggvadóttir voru allar í byrjunarliði Kristianstad sem er í 4. sæti með 26 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner