Skærasta stjarna ítalska landsliðsins á EM er á óskalista enskra félaga og áhugi Man Utd á leikmanni Barcelona minnkar
   sun 30. júní 2024 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Belgía biðst afsökunar á óviðeigandi myndbandi um Mbappe
Mynd: EPA

Belgíska fótboltasambandið hefur beðist afsökunar á myndbandi sem fór í dreyfingu þar sem Amadou Onana, miðjumaður liðsins, hótaði að slasa franska sóknarmanninn Kylian Mbappe.


Stuðningsmenn belgíska liðsins byrjuðu á því að syngja þessa söngva en belgíska sambandið tók þetta skrefinu lengra og fékk belgíska grínistann Pablo Andres með sér í lið.

Sambandið birti myndband þar seem Andres söng 'Hver ætlar að sparka í sköflunginn á Mbappe?' Onana svaraði um hæl með því að syngja nafnið sitt.

Myndbandið hefur nú verið fjarlægt en fyrir fréttamannafund liðsins í gær fyrir leikinn gegn Frakklandi í 16-liða úrslitum á EM á morgun baðst Stefan Van Loock, fjölmiðlafulltrúi Belga afsökunar.

„Áætlunin var ekki að ráðast á neinn. Við höfum verið að vinna lengi með grínistanum Pablo Andres, þetta myndband varð að vera fyndið. Við mátum þetta ekki rétt og höfum fjarlægt myndbandið. Við viljum byðja þá afsökunar sem móðguðust yfir þessu. Þessu máli er lokið af okkar hálfu," sagði Van Loock.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner