Skærasta stjarna ítalska landsliðsins á EM er á óskalista enskra félaga og áhugi Man Utd á leikmanni Barcelona minnkar
   sun 30. júní 2024 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Zaha orðaður við endurkomu í úrvalsdeildina
Mynd: Getty Images

Galatasaray er tilbúið að losa sig við Wilfried Zaha aðeins ári eftir að hann gekk til liðs við félagið frá Crystal Palace.


Þessi 31 árs gamli Fílbeinsstrendingur er með 300 þúsund pund í vikulaun hjá tyrkneska félaginu en Galatasaray er tilbúið að láta hann af hendi á tombóluverði þar sem félagið hefur ekki efni á að borga launin hans.

Svo gæti farið að félagið borgi upp samning hans svo hann verði frjáls ferða sinna.

Mirror greinir frá því að Crystal Palace vilji fá hann aftur. Þá eru West Ham og Wolves einnig orðuð við hann.


Athugasemdir
banner
banner
banner