Skærasta stjarna ítalska landsliðsins á EM er á óskalista enskra félaga og áhugi Man Utd á leikmanni Barcelona minnkar
banner
   lau 29. júní 2024 17:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
EM: Sviss sló ríkjandi Evrópumeistarana úr leik
Mynd: EPA

Sviss 2 - 0 Ítalía
1-0 Remo Freuler ('37 )
2-0 Ruben Vargas ('46 )


Ríkjandi Evrópumeistarar Ítalíu eru úr leik eftir óvænt tap gegn Sviss í 16-liða úrslitum EM í dag.

Sviss komst verðskuldað yfir þegar hann fékk sendingu inn á teiginn frá Ruben Vargas og tók skotið í skrefinu.

Vargas bætti öðru markinu við strax í upphafi síðari hálfleiks eftir að Ítalir gáfu boltann klaufalega frá sér. Skot hans fór í fjærhornið framhjá Gianluigi Donnarumma

Ítalir ógnuðu lítið en voru í tvígang nálægt því að skora. Í fyrra skiptið var það með hjálp Svisslendinga þegar Fabian Schar átti skalla til baka í stöngina. Svo átti Gianluca Scamacca skot í stöng af stuttu færi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner