Skærasta stjarna ítalska landsliðsins á EM er á óskalista enskra félaga og áhugi Man Utd á leikmanni Barcelona minnkar
banner
   lau 29. júní 2024 21:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
EM: Rafmögnuð stemning hjá Þjóðverjum eftir ótrúlegan leik
Mynd: EPA

Germany 2 - 0 Denmark
1-0 Kai Havertz ('53 , víti)
2-0 Jamal Musiala ('68 )

Þýskaland er komið í 8-liða úrslit á EM eftir sigur á Danmörku í viðburðaríkum leik.


Nico Schlotterbeck sem var í byrjunarliði Þýskalands í stað Jonathan Tah sem var í banni, kom boltanum í netið strax á fjórðu mínútu en markið var dæmt af fyrir litlar sakir.

Eftir rúmlega hálftíma leik var leikurinn stöðvaður þar sem þrumuveður skall á. Eftir að leikurinn hófst á ný komu Danir tilbúnari í leikinn en staðan markalaus í hálfleik.

Strax í upphafi síðari hálfleiks skoraði Joachim Andersen fyrir Dani en markið var dæmt af þar sem Thomas Delaney var rangstæður í aðrdagandanum en tæpt var það.

VAR skarst aftur í leikinn stuttu síðar og Þýskaland fékk víti þar sem Andersen fékk boltann í höndina eftir fyrirgjöf frá David Raum. Kai Havertz steig á punktinn og skoraði.

Stundafjórðungi síðar komst Jamal Musiala einn í gegn eftir langa sendingu frá Schlotterbeck og skoraði af öryggi og innsiglaði sigur Þjóðverja.


Athugasemdir
banner
banner
banner