Gordon vill fara til Liverpool - Chelsea vill Williams sem vill fara til Barcelona - Hjulmand orðaður við Burnley
   sun 30. júní 2024 13:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM spáin - Vakna Englendingar til lífsins?
England mætir Slóvakíu á eftir.
England mætir Slóvakíu á eftir.
Mynd: EPA
Gunni Birgis og Jói Ástvalds spá í leikina.
Gunni Birgis og Jói Ástvalds spá í leikina.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Phil Foden, nýbúinn að eignast sitt þriðja barn.
Phil Foden, nýbúinn að eignast sitt þriðja barn.
Mynd: Getty Images
Sextán liða úrslitin á EM í Þýskalandi hófust í gær með tveimur mjög svo áhugaverðum leikjum. Þau halda áfram í dag en fyrri leikur dagsins er á milli Englands og Slóvakíu klukkan 16:00.

Spámenn Fótbolta.net eru Gunnar Birgisson og Jóhann Páll Ástvaldsson, íþróttafréttamenn á RÚV, en þeir hafa báðir verið frábærir í umfjöllun í kringum mótið. Þeir spá um úrslit allra leikja í útsláttarkeppninni ásamt fulltrúa Fótbolta.net. Fyrir hárréttar lokatölur fást 3 stig en 1 stig ef rétt tákn er á leiknum.

Gunnar Birgisson

England 2 - 0 Slóvakía
Þetta er lítil prófraun fyrir enska landsliðið þar sem mér hefur ekki þótt mikið til Slóvakanna koma á þessu móti. Southgate hróflar í liðinu og heldur að það sé málið og verður hylltur heima fyrir í kvöld. Bukayo Saka með tvö.

Jóhann Páll Ástvaldsson

England 2 - 0 Slóvakía
Þrátt fyrir að Englendingar hafi alls ekki skemmt okkur hingað til trítla þeir áfram.

Miðja Slóvakíu er án alls gríns ein sú lúmskasta á mótinu. Hrikalega stöðugt þríeyki sem kann allt sem þarf að kunna í fótbolta út og inn. Duda, Kucka, og Lobotka. En það kemur þeim því miður ekki neitt áfram því sóknin er steingeld.

England vinnur 2-0 en Southgate leitar enn að töfraformúlunni. Foden vaknar til lífs eftir barnseignir og setur í fyrsta sinn mark sitt á mótið. Kane setur hitt af punktinum. Engin glansframmistaða en allt í einu er Southgate kominn djúpt inn í mót með England - aftur og aftur.

Fótbolti.net - Jóhann Þór Hólmgrímsson

England 1 - 0 Slóvakía
Þetta verður einn leiðinlegur leikur. Ætla að segja að Englendingar slefi inn í átta liða úrslitin. Sigurmark í framlengingu. Conor Gallagher setur markið.

Staðan:
Fótbolti.net - 4 stig
Gunni Birgis - 2 stig
Jói Ástvalds - 1 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner