Gordon vill fara til Liverpool - Chelsea vill Williams sem vill fara til Barcelona - Hjulmand orðaður við Burnley
   sun 30. júní 2024 21:16
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: Víkingar héldu út gegn Fram
Danijel Dejan Djuric skoraði seinna mark Víkings
Danijel Dejan Djuric skoraði seinna mark Víkings
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Magnússon minnkaði muninn fyrir Fram
Guðmundur Magnússon minnkaði muninn fyrir Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. 2 - 1 Fram
1-0 Valdimar Þór Ingimundarson ('19 )
2-0 Danijel Dejan Djuric ('39 )
2-1 Guðmundur Magnússon ('57 )
Lestu um leikinn

Íslands- og bikarmeistarar Víkings unnu 2-1 sigur á Fram í 13. umferð Bestu deildar karla í Víkinni í kvöld.

Framarar mættu sterkir til leiks í Víkina. Þeir pressuðu Víkinga hátt uppi en heimamenn náðu betri tökum á leiknum eftir fimmtán mínútur.

Ólafur Íshólm Ólafsson, markvörður Fram, varði gott skot frá Danijel Dejan Djuric og stuttu síðar varði hann aftur í slá og yfir markið.

Víkingar brutu ísinn á 19, mínútu. Gunnar Vatnhamar átti frábæra sendingu á Valdimar Þór Ingimundarson sem skoraði.

Á 32. mínútu stangaði Magnús Þórðarson boltanum í netið eftir fyrirgjöf Haralds Einars Ásgrímssonar. Markið var dæmt af vegna rangstöðu, en það mátti ekki miklu muna.

Framarar voru sterkari aðilinn næstu mínúturnar en fengu síðan annað mark í andlitið á 39. mínútu. Karl Friðleifur Gunnarsson átti fyrirgjöf frá endalínu og inn á Danjiel sem kom boltanum í netið.

Færin voru á báða bóga í upphafi síðari hálfleiks. Karl Friðleifur átti skot sem Ólafur Íshólm varði áður en Helgi Guðjónsson skaut í stöng.

Þremur mínútum síðar minnkaði fyrirliðinn Guðmundur Magnússon muninn með góðum skalla eftir fyrirgjöf Magnúsar og kom Frömurum aftur inn í leikinn.

Framarar ógnuðu eftir markið og komu sér í ágætar stöður en nýttu ekki nægilega vel.

Á síðustu fimmtán mínútum leiksins héldu gestirnir áfram að pressa á toppliðið og fengu fullt af sénsum til að jafna leikinn en Víkingar héldu út og eru nú með 33 stig á toppnum, sjö stigum á undan Breiðabliki.

Fram er áfram í 6. sæti með 16 stig.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 14 10 3 1 34 - 14 +20 33
2.    Breiðablik 13 8 2 3 27 - 15 +12 26
3.    Valur 13 7 4 2 32 - 18 +14 25
4.    ÍA 12 6 2 4 24 - 17 +7 20
5.    FH 12 6 2 4 22 - 21 +1 20
6.    Fram 13 4 4 5 19 - 20 -1 16
7.    Stjarnan 13 5 1 7 24 - 28 -4 16
8.    KR 12 3 4 5 22 - 24 -2 13
9.    HK 12 4 1 7 15 - 23 -8 13
10.    KA 12 3 2 7 19 - 28 -9 11
11.    Vestri 12 3 1 8 15 - 31 -16 10
12.    Fylkir 12 2 2 8 18 - 32 -14 8
Athugasemdir
banner
banner