Skærasta stjarna ítalska landsliðsins á EM er á óskalista enskra félaga og áhugi Man Utd á leikmanni Barcelona minnkar
   lau 29. júní 2024 19:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sviss keyrði yfir Ítalíu - „Áttum skilið að fara heim"
Cristante í baráttunni við Granit Xhaka í dag
Cristante í baráttunni við Granit Xhaka í dag
Mynd: EPA

Bryan Cristante leikmaður ítalska landsliðsins ræddi við Sky Sports á Ítalíu eftir að liðið féll úr leik á EM eftir tap gegn Sviss í 16-liða úrslitum í dag.


Cristante segir að líkamlegt form hafi gert gæfumuninn í dag.

„Það er ekki mikið sem við getum tekið út úr þessari frammistöðu, þeir voru miklu sterkari líkamlega og skipulagslega séð. Það er of snemmt að rýna í þetta, við áttum skilið að fara heim. Nú er tími til að hreinsa hugann og byrja upp á nýtt fyrir næsta tímabil með meiri ákveðni og orku," sagði Cristante.

„Það dregur úr þér alla andlega orku þegar það er svona mikill munur á skipulagi og leikstíl. Það er pirrandi þegar þú nærð ekki að framkvæma hlutina gegn liði sem hreyfir boltann svona vel."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner