Gordon vill fara til Liverpool - Chelsea vill Williams sem vill fara til Barcelona - Hjulmand orðaður við Burnley
Kveðjuleikur Viktors Bjarka: Erfitt að kveðja - Stærra verkefni sem bíður
Rúnar Kristins: Maður fær ekki alltaf það sem maður á skilið
„Litum út fyrir að vera algjörir neðri deildar leikmenn að bíða eftir að komast í eitthvað Domino's tilboð"
Magnús Már: Hef svo ótrúlega trú á þessum hóp og þessum strákum
Arnar staðfestir áhuga á Guðmundi Andra: Við höfum talað við hann
Halli Hróðmars: Mér er drullusama fyrir hverjum ég tapa
Liam öðruvísi leikmaður en faðir sinn - „Ég er bara með markanef"
Dragan: Ekki nóg að þrír séu góðir af ellefu
Fullkomin byrjun Óla Hrannars: Góðir fótboltamenn og líka harðduglegir
Árni Freyr: Við lítum á þetta sem tvö töpuð stig
Chris Brazell: Ég þarf að horfa á sjálfan mig og reyna að bæta mig
Siggi Höskulds: Þessi leikur mjög nálægt því að ráðast á einhverjum að renna
Úlfur: Í seinni hálfleik þá fannst mér miklu meiri orka og fókus
Óli Kristjáns: Gerast verri hlutir í lífinu
Pétur Péturs: Hún er ekki lengur efnileg
Arnar Grétars: Þetta var í rauninni í alla staði mjög skrítið
Eru í þessu til að berjast um titla - „Planar ekki að skora úr hornspyrnu"
Jóhann Kristinn: Ræðst á einhverju rugli í restina
Írena skoraði beint úr hornspyrnu - „Búin að vera reyna þetta"
Steinar Þorsteins: Nýbúinn að fá krampa og heppinn að drífa á markið
   sun 30. júní 2024 19:08
Sverrir Örn Einarsson
Chris Brazell: Ég þarf að horfa á sjálfan mig og reyna að bæta mig
Lengjudeildin
Chris Brazell þjálfari Gróttu
Chris Brazell þjálfari Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grótta er án sigurs í síðustu sex leikjum sínum í Lengjudeildinni eftir 5-2 tap gegn Fjölni í heimsókn liðsins á Extravöllinn í Grafarvogi í dag en Chris Brazell og lærisveinar hans fögnuðu síðast sigri í deildinni þann 25.maí síðastliðinn er liðið lagði Leikni á Vivaldivellinum. Chris var til viðtals að leik loknum.

Lestu um leikinn: Fjölnir 5 -  2 Grótta

„Við einfaldlega töpuðum leiknum. Heilt yfir spiluðum við góðan leik og ég tel að Fjölnismenn geti jafnvel verið sammála mér um það. En þegar öllu er á botninn hvolft skiptir það engu máli og tapið er erfitt.“ Sagði Chris Brazell um leikinn sem Grótta tapaði eins og fyrr segir 5-2 eftir að farið með jafna stöðu 1-1 til hálfleiks.

Brazzell gaf lítið fyrir það að aðstæður hefðu um of litað leikinn og að þær væru engin afsökun fyrir nokkurn mann.

„Engar afsakanir, þeir léku við sömu aðstæður og við. Þeir tókust vel á við það og mér fannst við gera það líka.“

Líkt og áður segir er lið Gróttu sigurlaust í síðustu sex umferðum og hefur fallið nokkuð skarpt niður töfluna síðustu vikur eftir að hafa setið í þriðja sæti deildarinnar fyrir mánuði síðan. Hvað er hægt að gera til að snúa genginu við?

„Frá mínum sjónarhóli að bæta mig sem þjálfari. Ábyrgðin er mín sem þjálfara liðsins sem ég vel og þjálfa. Auðvitað eru það vonbrigði en ég hef tapað leikjum áður og átt slæm töp áður í hreinskilni oftar en sigrað. Kannski gerir það mig að tapandi þjálfara hver veit. En ég þarf að horfa inn á við, reyna að bæta mig og rífa strákanna upp og halda áfram að gefa þeim allt mitt.“

Sagði Chris en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner