Gordon vill fara til Liverpool - Chelsea vill Williams sem vill fara til Barcelona - Hjulmand orðaður við Burnley
Kveðjuleikur Viktors Bjarka: Erfitt að kveðja - Stærra verkefni sem bíður
Rúnar Kristins: Maður fær ekki alltaf það sem maður á skilið
„Litum út fyrir að vera algjörir neðri deildar leikmenn að bíða eftir að komast í eitthvað Domino's tilboð"
Magnús Már: Hef svo ótrúlega trú á þessum hóp og þessum strákum
Arnar staðfestir áhuga á Guðmundi Andra: Við höfum talað við hann
Halli Hróðmars: Mér er drullusama fyrir hverjum ég tapa
Liam öðruvísi leikmaður en faðir sinn - „Ég er bara með markanef"
Dragan: Ekki nóg að þrír séu góðir af ellefu
Fullkomin byrjun Óla Hrannars: Góðir fótboltamenn og líka harðduglegir
Árni Freyr: Við lítum á þetta sem tvö töpuð stig
Chris Brazell: Ég þarf að horfa á sjálfan mig og reyna að bæta mig
Siggi Höskulds: Þessi leikur mjög nálægt því að ráðast á einhverjum að renna
Úlfur: Í seinni hálfleik þá fannst mér miklu meiri orka og fókus
Óli Kristjáns: Gerast verri hlutir í lífinu
Pétur Péturs: Hún er ekki lengur efnileg
Arnar Grétars: Þetta var í rauninni í alla staði mjög skrítið
Eru í þessu til að berjast um titla - „Planar ekki að skora úr hornspyrnu"
Jóhann Kristinn: Ræðst á einhverju rugli í restina
Írena skoraði beint úr hornspyrnu - „Búin að vera reyna þetta"
Steinar Þorsteins: Nýbúinn að fá krampa og heppinn að drífa á markið
   sun 30. júní 2024 20:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dragan: Ekki nóg að þrír séu góðir af ellefu
Lengjudeildin
Dragan á hliðarlínunni.
Dragan á hliðarlínunni.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þarf á því að halda að fleiri leikmenn sýni góða frammistöðu.
Þarf á því að halda að fleiri leikmenn sýni góða frammistöðu.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Abdul er erfiður viðureignar, en þarf að nýta dauðafærin sem hann kemur sér í.
Abdul er erfiður viðureignar, en þarf að nýta dauðafærin sem hann kemur sér í.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Dalvík/Reynir hefur ekki unnið leik síðan í 1. umferð Lengjudeildarinnar, fyrir sjö vikum síðan. Dalvíkingar eru með sjö stig eftir tíu umferðir og eru þegar þetta er skrifað í botnsætinu þar sem Þróttur leiðir sinn leik.

„Mér líður ekki vel núna. Það er liðið alltof langt frá síðasta sigurleik. Leiknismenn voru betri á milli vítateiganna. Það er byrjað að vera pínu pirrandi að segja að við spiluðum ekki nógu vel, en samt fengum við þrjú dauðafæri. Við hefðum alveg getað skorað 2-3 mörk," sagði Dragan Kristinn Stojanovic, þjálfari Dalvíkur/Reynis, eftir tap gegn Leikni í dag.

„Þetta er mjög svekkjandi. Við vissum að Leiknisliðið væri vel spilandi, við náum ekki að skora. Í uppbótartíma fengum við stöðuna einn á móti markmanni en skjótum framhjá. Ef þetta er ekki færi þá veit ég ekki hvað. Þetta var besta færið í leiknum."

„Eitt stig hefði auðvitað verið betra en ekki neitt. Þetta er svolítið dýrt að klúðra alltaf tvö góðum færum í leik. Leiknir fékk að sjálfsögðu sín færi, en ég tala bara um okkar færi."


Í lok venjulegs leiktíma fékk framherjinn Abdeen Abdul, sem náði ekki að skora úr dauðafærinu í uppbótartímanum, gult spjald. Hann var mjög ósáttur við það spjald. Var hugurinn kannski ennþá þar þarna í færinu?

„Ég sá ekki nógu vel hvað gerðist þar, boltinn var svolítið langt frá. Leikmaður Leiknis datt niður. Hafsentar Leiknis voru svolítið klókir, vita að hann er orðinn heitur og reyna fiska hann í spjald. Abdul er heiðarlegur, var örugglega ekki búinn að gera neitt fyrst hann æsti sig svona, en ég sá þetta ekki nógu vel."

Leiknismenn fengu spjöld fyrir að rífa í Abdul á sprettinum, brjóta á honum. Hefðu þau spjöld getað verið fleiri?

„Þeir hefðu getað fengið fleiri spjöld, en það kannski skipti ekki beint máli fyrir þennan leik."

„Við erum með tvo leikmenn frammi sem eru mjög góðir. Það var viðtal eftir Keflavíkurleikinn þar sem hafsentinn þeirra [Gunnlaugur Fannar Guðmundsson], sem átti að fá rautt spjald hálfri mínútu á undan, kom og sagði hvað minn leikmaður [Amin Guerrero] gerði. Svo byrjar umræða og svoleiðis, en þetta er alls ekki rétt. Svona er fótbolti."

   27.06.2024 15:00
Dragan mjög ósáttur: Horft hundrað sinnum á þetta

Dragan horfir núna í næstu leiki, er ekki búinn að hugsa mikið út í gluggann sem opnar í júlí. „Við þurfum kannski að skoða eitthvað ef gengið heldur svona áfram."

„Við vorum með gott lið inná, hafsentarnir okkar voru frábærir í dag og markmaður. Eins og ég sagði við strákana þá er ekki nóg að þrír séu góðir af ellefu."

„En ef það væri öfugt, átta af ellefu, þá getum við unnið leik."


Sagði Dragan sem ræddi um stöðuna á miðjumönnum sínum í lok viðtalsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner