Skærasta stjarna ítalska landsliðsins á EM er á óskalista enskra félaga og áhugi Man Utd á leikmanni Barcelona minnkar
   lau 29. júní 2024 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
María Catharina yfirgefur Sittard (Staðfest) - Stefnir heim, en þó ekki til Íslands
Mynd: Fortuna Sittard
María Catharina Gros Ólsfdóttir er án félags sem stendur þar sem hún hafnaði nýjum samningi frá hollenska félaginu Fortuna Sittard. Þetta staðfesti hún í samtali við Fótbolta.net.

María fór til Hollands fyrir einu og hálfu ári síðan, frá uppeldisfélaginu Þór/KA. Kantmaðurinn lagði upp eitt mark á sínu fyrsta hálfa ári en í vetur skoraði hún níu mörk og lagði upp tvö í 25 leikjum.

Hún er 21 árs og á að baki 33 leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af fjóra leiki fyrir U23 landsliðið.

Í samtali við Fótbolta.net segir hún að ýmis lið í Evrópu hafi sýnt sér áhuga og haft samband. Hún sé þó mest spennt fyrir því að fara heim til Svíþjóðar og spia í sænsku deildinni.

„Ég er í viðræðum við félag þar," segir María.

Hún á rætur sínar að rekja til Svíþjóðar og hafa Svíar fjallað nokkuð vel um frammistöðu hennar í Hollandi. Hún hefur nokkrum sinnum verið valin í lið vikunnar yfir sænska leikmenn sem spila erlendis.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner