Skærasta stjarna ítalska landsliðsins á EM er á óskalista enskra félaga og áhugi Man Utd á leikmanni Barcelona minnkar
   lau 29. júní 2024 19:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þrumur og eldingar í Dortmund - Leikurinn stöðvaður
Leikmenn yfirgefa völlinn
Leikmenn yfirgefa völlinn
Mynd: EPA

Hlé hefur verið gert á leik Þýskalands og Danmerkur í 16-liða úrslitum EM í Dortmund.


Það hefur rignt hressilega í Dortmund og þegar skammt var til loka fyrri hálfleiks heyrðist í þrumum og eldingar sáust við völlinn.

Búið er að kalla leikmenn inn í klefa og óljóst að svo stöddu hvenær hægt er að hefja leik á ný.

Leikurinn hófst af miklum krafti en Nico Schlotterbeck, sem kom inn í byrjunarlið Þýskalands fyrir Jonathan Tah sem er í banni, skoraði strax á fjórðu mínútu en markið var dæmt af að því er virðist fyrir litlar sakir.

Staðan var markalaus þegar leikurinn var stöðvaður eftir um 35 mínútna leik.

Uppfært klukkan 20. Leikurinn er farinn aftur af stað.


Athugasemdir
banner
banner