Gordon vill fara til Liverpool - Chelsea vill Williams sem vill fara til Barcelona - Hjulmand orðaður við Burnley
   sun 30. júní 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM spáin - Besta lið mótsins á móti öskubuskuævintýrinu
Spánverjar eru til alls líklegir á þessu móti.
Spánverjar eru til alls líklegir á þessu móti.
Mynd: EPA
Gunni Birgis og Jói Ástvalds spá í leikina.
Gunni Birgis og Jói Ástvalds spá í leikina.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Georgíumenn hafa komið á óvart á mótinu.
Georgíumenn hafa komið á óvart á mótinu.
Mynd: EPA
Sextán liða úrslitin á EM í Þýskalandi hófust í gær með tveimur mjög svo áhugaverðum leikjum. Þau halda áfram í dag en seinni leikur dagsins er á milli Spánar og Georgíu. Hann hefst klukkan 19:00.

Spámenn Fótbolta.net eru Gunnar Birgisson og Jóhann Páll Ástvaldsson, íþróttafréttamenn á RÚV, en þeir hafa báðir verið frábærir í umfjöllun í kringum mótið. Þeir spá um úrslit allra leikja í útsláttarkeppninni ásamt fulltrúa Fótbolta.net. Fyrir hárréttar lokatölur fást 3 stig en 1 stig ef rétt tákn er á leiknum.

Gunnar Birgisson

Spánn 4 - 1 Georgía
Besta lið mótsins á móti öskubuskuævintýri mótsins. Einstaklingsgæðin í liði Spánar einfaldlega of mikil fyrir þetta georgíska lið sem hefur heillað mann og annan á mótinu til þessa. Mamardashvili í markinu er minn maður en hann þarf að sækja boltann amk þrisvar úr netinu í dag.

Jóhann Páll Ástvaldsson

Spánn 2 - 0 Georgía
Georgíumenn hafa hrifið með sinni hráu orku. Sérstaklega Kochorashvili, sá hefur trúnna á eigin getu.
Spánverjar eru þó einfaldlega það sjóaðir í að mæta lágri blokk og því verður þetta öruggt. 2-0 fyrir lærisveina Lindar-Lúðvíks. Byrjunarliðið missir örlítið taktinn eftir hvíldina í síðasta leik (taktík sem ég hef aldrei verið hrifinn af) en gæðin koma þeim í átta liða. Morata með eitt í fyrri og Dani Olmo gerir út um leikinn í seinni.

Mikautadze fær ekki að henda í griddy fagnið sitt en skæruliðar Sagnol fara stoltir heim til Tbilisi.

Fótbolti.net - Jóhann Þór Hólmgrímsson

Spánn 4 - 0 Georgía
Þarna lendir Georgía harkalega á vegg. Spánverjar litið heldur betur vel út og vinna þetta sannfærandi.

Staðan:
Fótbolti.net - 4 stig
Gunni Birgis - 2 stig
Jói Ástvalds - 1 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner