Gordon vill fara til Liverpool - Chelsea vill Williams sem vill fara til Barcelona - Hjulmand orðaður við Burnley
   sun 30. júní 2024 19:34
Brynjar Ingi Erluson
Óvænt staða í Köln
Georgía er komið í 1-0
Georgía er komið í 1-0
Mynd: EPA
Georgía, sem er að spila á sínu fyrsta stórmóti, er óvænt komið í forystu gegn Spánverjum í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í Þýskalandi.

Spænska liðið hefur verið með bestu liðum mótsins til þessa og spilað stórskemmtilegan fótbolta.

Spánverjar byrjuðu vel og gerðu sig líklega til að skora snemma leiks, en það kom heldur betur á óvart þegar Georgía keyrði hratt upp.

Boltinn var settur út á hægri vænginn á Otar Kakabadze sem kom honum inn í teiginn. Robin Le Normand var fyrstur á boltann, en það vildi ekki betur en svo að boltinn fór af bringunni á honum og í eigið net.

Leikurinn hefur verið svolitið villtur eftir það. Georgíumenn hafa komið sér í góðar stöður eftir skyndisóknir, en staðan er áfram 1-0 þegar rúmur hálftími er búinn af leiknum.

Sjáðu markið hér
Athugasemdir
banner
banner
banner