Skærasta stjarna ítalska landsliðsins á EM er á óskalista enskra félaga og áhugi Man Utd á leikmanni Barcelona minnkar
   lau 29. júní 2024 15:01
Brynjar Ingi Erluson
Mjólkurbikar kvenna: Valskonur í úrslit
Valskonur fagna gegn Þrótturum í dag
Valskonur fagna gegn Þrótturum í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 3 - 0 Þróttur R.
1-0 Sæunn Björnsdóttir ('7 , sjálfsmark)
2-0 Jasmín Erla Ingadóttir ('45 )
3-0 María Eva Eyjólfsdóttir ('80 , sjálfsmark)
Lestu um leikinn

Valur mætir Breiðabliki í stórslag í úrslitum Mjólkurbikars kvenna en þetta varð ljóst eftir að Valskonur unnu öruggan 3-0 sigur á Þrótti í undanúrslitunum á N1-vellinum á Hlíðarenda í dag.

Ekki byrjaði það vel hjá Þrótturum. Fanndís Friðriksdóttir átti fyrirgjöf inn í teiginn og var það Sæunn Björnsdóttir sem tæklaði boltann í eigið net.

Þróttarar unnu sig betur inn í leikinn og sköpuðu sér mörg færi en Fanney Inga Birkisdóttir var að gera vel í markinu.

Það var ágætis augnablik í gangi hjá liðinu en þá kom blaut tuska í andlitið. Jasmín Erla Ingadóttir skoraði eftir klaufagang í teignum. Hún fór fyrst illa með gott færi, en þá kom Jelena Tinna Kujundzic, leikmaður Þróttar, rann á boltanum og fékk Jasmín annað færi. Í þetta sinn nýtti hún það og kom Val í 2-0.

Í síðari hálfleiknum hélt Fanney áfram að eiga stórleik í marki Vals og þá náðu heimakonur einnig að skapa sér nokkur álitleg færi.

Tíu mínútum fyrir leikslok kom þriðja mark Vals og aftur var það sjálfsmark. Camryn Hartman átti skot sem Mollee Swift varði í Maríu Evu Eyjólfsdóttur og í netið. María óheppin þarna.

Nadía Atladóttir átti tvær góðar tilraunir undir lokin. Fyrst skaut hún boltanum rétt framhjá og síðan öðru skoti í stöng, en Valskonur létu sér nægja 3-0 sigur.

Valur mætir Breiðabliki í úrslitum Mjólkurbikarsins þann 16. ágúst á Laugardalsvelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner