Skærasta stjarna ítalska landsliðsins á EM er á óskalista enskra félaga og áhugi Man Utd á leikmanni Barcelona minnkar
   sun 30. júní 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Copa America: Lautaro sá um Perú - Kanada áfram
Mynd: Getty Images

Argentína lauk keppni í riðlakeppni Copa America með fullt hús stiga eftir sigur á Perú í nótt.


Það var Lautaro Martinez sem sá um að skora mörkin en fyrra markið hans kom strax í upphafi síðari hálfleiks þar sem liðið spilaði einna snertinga fótbolta frá eigin vallarhelmingi þar til boltinn barst til Martinez við teiginn. Það var lítil mótspyrna frá varnarmönnum Perú og eftirleikurinn auðveldur.

Leandro Paredes fagnaði afmælinu sínu í gær en hann steig á vítapunktinn í nótt en negldi boltanum í stöngina.

Það kom ekki að sök því Martinez innsiglaði sigur Argentínu undir lok leiksins eftir slæm mistök í vörn Perú.

Kanada er einnig komið áfram úr A-riðli eftir markalaust jafntefli gegn Síle en Kanada endar með fjögur stig en Síle tvö og Perú eitt.

Argentina 2 - 0 Peru
1-0 Lautaro Martinez ('47 )
1-0 Leandro Paredes ('72 , Misnotað víti)
2-0 Lautaro Martinez ('86 )

Canada 0 - 0 Chile
Rautt spjald: Gabriel Suazo, Chile ('27)


Athugasemdir
banner
banner