Skærasta stjarna ítalska landsliðsins á EM er á óskalista enskra félaga og áhugi Man Utd á leikmanni Barcelona minnkar
banner
   lau 29. júní 2024 15:17
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Ítalíu og Sviss: Spalletti gerir sex breytingar
Stephan El Shaarawy kemur inn í sóknarlínu Ítalíu
Stephan El Shaarawy kemur inn í sóknarlínu Ítalíu
Mynd: EPA
Ítalía og Sviss mætast í fyrsta leik 16-liða úrslita Evrópumótsins á Ólympíuleikvanginum í Berlín klukkan 16:00 í dag. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á RÚV.

Luciano Spalletti, þjálfari Ítalíu, gerir sex breytingar á byrjunarliði sínu frá 1-1 jafnteflinu gegn Króatíu í lokaumferð riðlakeppninnar.

Gianluca Mancini, Nicolo Fagioli, Bryan Cristante, Federico Chiesa, Stephan El Shaarawy og Gianluca Scamacca koma allir inn í liðið í dag.

Federico DiMarco er meiddur og þá er Riccardo Calafiori í banni.

Aðeins ein breyting er gerð á landsliði Sviss. Silvan Widmer tekur út leikbann en Ruben Vargas kemur inn í hans stað.

Ítalía: Donnarumma; Di Lorenzo, Mancini, Bastoni, Darmian; Fagioli, Cristante, Barella; Chiesa, El Shaarawy, Scamacca.

Sviss: Sommer; Schär, Akanji, Rodriguez; Aebischer, Freuler, Xhaka, Rieder; Vargas, Ndoye, Embolo
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner