Skærasta stjarna ítalska landsliðsins á EM er á óskalista enskra félaga og áhugi Man Utd á leikmanni Barcelona minnkar
   lau 29. júní 2024 21:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
3. deild: Tvö rauð spjöld þegar Kári og Magni skildu jöfn
Þór Llorens Þórðarson
Þór Llorens Þórðarson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kári 1 - 1 Magni
0-1 Sigurður Brynjar Þórisson ('60 )
1-1 Þór Llorens Þórðarson ('78 , Mark úr víti)
Rautt spjald: ,Benjamín Mehic , Kári ('55)Guðmundur Óli Steingrímsson , Magni ('83)


Tvö rauð spjöld fóru á loft þegar Kári og Magni skildu jöfn í Akranes höllinni í dag.

Það var markalaust í hálfleik en það dró til tíðinda snemma í síðari hálfleik þegar Benjamín Mehic leikmaður Kára var rekinn af velli. Magni nýtti sér liðsmuninn þegar Sigurður Brynjar Þórisson kom liðinu yfir.

Undir lok leiksins náðu Káramenn að jafna metin manni færri þegar Þór Llorens Þórðarson skoraði úr vítaspyrnu. Stuttu síðar fékk Guðmundur Óli Steingrímsson leikmaður Magna sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Hvorugu liðinu tókst að ná inn sigurmarkinu og jafntefli því niðurstaðan.


3. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Kári 9 6 2 1 29 - 14 +15 20
2.    Víðir 9 5 3 1 32 - 13 +19 18
3.    Augnablik 9 6 0 3 23 - 11 +12 18
4.    Árbær 9 5 2 2 20 - 17 +3 17
5.    Magni 9 4 3 2 12 - 12 0 15
6.    Elliði 9 4 1 4 15 - 22 -7 13
7.    KFK 9 4 0 5 18 - 23 -5 12
8.    Sindri 9 3 1 5 19 - 19 0 10
9.    ÍH 9 3 1 5 23 - 27 -4 10
10.    Hvíti riddarinn 9 3 0 6 12 - 24 -12 9
11.    Vængir Júpiters 9 2 1 6 21 - 27 -6 7
12.    KV 9 2 0 7 12 - 27 -15 6
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner