Skærasta stjarna ítalska landsliðsins á EM er á óskalista enskra félaga og áhugi Man Utd á leikmanni Barcelona minnkar
   sun 30. júní 2024 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Adams: Kynþáttafordómar eru eðlilegir í fótbolta
Folarin Balogun og Chris Richards
Folarin Balogun og Chris Richards
Mynd: EPA

Folarin Balogun, sóknarmaður Mónakó og Chris Richards, varnarmaður Crystal Palace ásamt Timothy Weah og Weston McKennie leikmönnum Juventus, urðu fyrir kynþáttafordómum á samfélagsmiðlum eftir óvænt tap bandaríska landsliðsins gegn Panama á Copa America á dögunum.


Tyler Adams liðsfélagi þeirra í landsliðinu hefur tjáð sig um málið en hann segir hræðilegt hversu algengt þetta sé orðið.

„Ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja. Þetta er orðið eðlilegur hlutur. Enginn getur spilað illa, hvað þá vel, án þess að verða fyrir aðkasti á samfélagsmiðlum. Ég nota ekki samfélagsmiðla, ekki bara út af þessu heldur vegna þess að það er eitur alls staðar, hvert sem maður horfir," sagði Adams.

„Það eru vonbrigði þegar samherjar verða fyrir þessu, kanadískir leikmenn, hver sem er. Þetta er svo mikil óþarfi í fótbolta því hann færir fólki jákvæð augnablik. Það elska allir leikinn af mismunandi ástæðum og það er hræðilegt að við höfum leyft þessu að skríða inn í leikinn."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner