Skærasta stjarna ítalska landsliðsins á EM er á óskalista enskra félaga og áhugi Man Utd á leikmanni Barcelona minnkar
banner
   lau 29. júní 2024 16:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM spáin - Füllkrug setur hann gegn Dönum
Niclas Füllkrug.
Niclas Füllkrug.
Mynd: Getty Images
Gunnar Birgisson og Jóhann Páll Ástvaldsson.
Gunnar Birgisson og Jóhann Páll Ástvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ná Eriksen og félagar eitthvað að stríða Þjóðverjum?
Ná Eriksen og félagar eitthvað að stríða Þjóðverjum?
Mynd: EPA
Sextán liða úrslitin á EM í Þýskalandi fara af stað í dag með tveimur mjög svo áhugaverðum leikjum. Í kvöld spila gestgjafar Þýskalands við Danmörku.

Spámenn Fótbolta.net eru Gunnar Birgisson og Jóhann Páll Ástvaldsson, íþróttafréttamenn á RÚV, en þeir hafa báðir verið frábærir í umfjöllun í kringum mótið. Þeir spá um úrslit allra leikja í útsláttarkeppninni ásamt fulltrúa Fótbolta.net. Fyrir hárréttar lokatölur fást 3 stig en 1 stig ef rétt tákn er á leiknum.

Gunnar Birgisson

Þýskaland 3 - 2 Danmörk
Þetta verður besti leikur 16-liða úrslitanna. Danirnir verið skemmtilegir á þessu móti og Þjóðverjar líklega næst bestir á eftir Spáni. Andinn og heimavöllurinn mun klára þetta fyrir Þjóðvera eftir að Danir komast tvisvar yfir í leiknum þvert gegn gangi leiksins.

Jóhann Páll Ástvaldsson

Þýskaland 2 - 1 Danmörk
Danir eru ekki með nægilega mikla ógn fram á við, sama hvað sá dauði nær að skapa fyrir þá. Leikið á Westfalenstadion og Gundögan mun blómstra sem aldrei áður á sínum gömlu heimahögum. Þetta verður hans magnum opus.

Þjóðverjarnir hafa þó sýnt að það eru brotalamir til baka. Heimamenn vinna 2-1. Þýska partýið er ekki að fara að stöðvast strax - ekki gegn Dönum að minnsta kosti. Þjóðverjarnir í Jótlandi geta gjammað í Føtex daginn eftir.

Gundögan skorar í fyrri hálfleik. Jonas Wind jafnar í seinni hálfleik en Füllkrug setur hann af bekknum, sýnir sitt fallega fantaskarð og Major Tom ómar um allt Þýskaland. Þeir marsera áfram.

Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke

Þýskaland 2 - 0 Danmörk
Þetta verður 4/7 eftir leikinn annað kvöld #FürToni.

Ég sé ekki annað en að þetta verði þægilegt fyrir mína menn, Eriksen í sérprógrami fyrir leik vegna aldurs og fyrri starfa, aðallega fyrri starfa. Höjlund hefur akkúrat ekkert getað og þýska vélin fékk fína áminningu í síðasta leik gegn Sviss. Við fáum mark frá varnarmanni og Fullkrug.
Athugasemdir
banner
banner
banner